top of page

Ási Harðar vann Kópavogsdeildina 2025

  • pfk111
  • Jun 3
  • 2 min read


Sjöunda og síðasta umferð í Kópavogsdeildinni var spiluð miðvikudaginn 28. maí og mættu 16 keppendur til leiks. Það var leikið í tveimum deildum; 1. deild og 2. deild sem voru átta manna deildir. Mjög góð stemning var í Digranesinu þetta kvöld og skemmtu leikmenn sér vel. Margir leikir voru spilaðir yfir 60 avg og nokkrir yfir 70 og 80 avg.

Kristján, Ási, Gulli og Sævar spiluðu hrikalega vel og vorum með mjög há avg í flestum leikjum og flott útskot.





Ási Harðar er sigurvegari Kópavogsdeildarinn og hefur spilar mjög vel alla keppnina. Flestir leikirnir hans eru yfir 60 avg og nokkrir yfir 70 avg. Ási átti líka flest 180 eða 13 stk.

Ási fær í verðlaun klippingu frá Barbarinn.is og Bull´s píluspjald frá Pingpong.is sem er það besta á markaðinum í dag.

Hægt er að kaupa Bull´s píluspjald hjá pingpong.is og panta klippingu hjá Barbarinn.is



Kristján sigraði 7. umferð í 1. deild
Kristján sigraði 7. umferð í 1. deild

Kristján Sig spilaði frábærlega og tapaði aðeins 5 leggjum. En Ási, Sævar og Gulli áttu líka góðan dag og létu Kristján hafa fyrir hlutunum. Kristján sigraði sjöundum umferð og til hamingjum Kristján.




Snæland sigraði 7. umferð í 2. deild
Snæland sigraði 7. umferð í 2. deild


Mikil spenna og keppni var í annari deild. Snæland og hinn efnilegi 12 ára Frosti börðust um fyrsta sætið. Hafði Snælandi betur eftir hörkuleik, sem hefði getað endað hvernig sem er.





Hér má smella á Stigalista til að sjá stigalistan í Kópavogsdeild 2025.

En hér er mynd af henni fyrir neðan.





Styrktaraðilar PFK



Við þökkum okkar styrktaraðilum fyrir stuðninginn.


Svo minnum við félagsmenn að við séum með æfingar fyrir börn og unglinga í sumar á þriðjudögum kl: 18:00 og opið hús kl: 19:00 í kjölfar þeira æfinga. Einnig verðum við með mót í sumar og verða þau eftir veðri en þau verða auglýst á heimasíðu og samfélagsmiðlum.


Áfram PFK


 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page