Pílumót í Digranesinu 19. júní
- pfk111
- Jun 25
- 2 min read

Fimmtudaginn 19. júní fór fram skemmtilegt pílumót á vegum Pílufélags Kópavogs þar sem keppt var í tveimur deildum.
11. keppendur mættu til leiks. Spilað var 501 í riðlum og útslætti.
5. leikmenn voru í 1. deild og 6. leikmenn í 2. deild. Spilað var best af 3 í riðlum og útsæltti í 2. deild, en í útslætti 1. deild best af 5.
Í fyrstu deild tóku þátt fimm keppendur; Ási Harðarson, Sævar Þór, Atli Þór, Siggi Þ og Óskar. Spilaður vara riðill þar sem hver og einn keppti við alla hina, og síðan voru leiknir undanúrslitaleikir og úrslit. Ási Harðar sýndi snemma styrk sinn og vann alla leiki í riðlakeppninni.
Hann mætti Sigga Þ í undanúrslitum og virtist stefna í öruggan sigur eftir frábæra spilamennsku fyrr í mótinu. En Siggi lét ekki auðveldlega undan síga og komst í 2-0 forystu áður en Ási sýndi styrk sinn og vann síðustu þrjá leggina til að tryggja sér sæti í úrslitum með 3-2 sigri.
Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Sævar Þór og Atli Þór í æsispennandi viðureign sem endaði einnig 3-2, Sævari í vil. Báðir leikmenn sýndu frábæra spilamennsku og mikil spenna ríkti allt fram á síðasta kast. Úrslitaleikurinn var svo á milli Ása Harðar og Sævars Þórs. Þar steig Sævar upp og sigraði 3-1 með 69 að meðaltali, á meðan Ási var með 64.
Í 2. deild tóku þátt sex keppendur; Kristinn Snæland, Valdimar, Elvar, Sævar E., Kristinn Ingva og Bragi. Sama fyrirkomulag var í 2. deild og þeirri 1., þ.e. útsláttur í kjölfar riðils. Kristinn Snæland hafði mikla yfirburði í riðlinum og tapaði aðeins einum legg. Á hæla hans komu þeir Bragi, Kristinn Ingva og Elvar. Allt eru þetta leikmenn sem hafa í vetur stigið sín fyrstu skref í keppni í pílukasti og hafa tekið miklum framförum síðustu misseri. Það var svo Kristinn X2 í úrslitum þar sem Kristinn Snæland og Kristinn Ingva mættust í hörkuleik. Svo fór að úr þurfti oddalegg til að skera úr um úrslit þar sem Kristinn Ingva stóð uppi sem sigurvegari 2-1.
Sævar Þór og Kristinn Ingva eru sigurvegarar mótsins í sínum deildum, vel gert hjá þeim. Pílufélag Kópavogs fagnar góðri þátttöku og flottu pílukasti og bendir á að dagskrá í sumar er uppfærð og birt reglulega á samfélagsmiðlum félagsins.
1. deild

2. deild

Næsta Pílumót í Digranesi er á fimmtudaginn 26. júní. Húsið opnar kl: 19:00 og byrjað er að spila kl:19:30. Það kostar 1500kr að keppa en ókeypis fyrir félagsmenn.
Öll velkominn.
Fràbærir leikmenn Sævar og Kristinn🎯