Sævar Þór vann Barbarinn.is mótið
- pfk111
- May 27
- 1 min read
Fimmtudaginn 22. maí var haldið Barbarinn.is pílumót í Íþróttahúsi Digranesi.
Spilað var best af 5 í riðli. Margir hörkuleikir voru spilaðir, mörg 180 flugu og há útskot voru tekin.

Sævar spilaði best og vann alla sína leiki. Sævar tapaði aðeins þremur leggjum en hann hefur bætt sig töluvert á þessu tímabili. Hann spilaði flesta leikina yfir 60 avg og tók vel út á köflum. Leikur Sævars og Kára Vagns var mikil skemmtun og hágæða pílur flugu. Kári komst í 2-0 með því að taka út 160 listilega en Sævar minnkaði muninn í 2-1 með því að taka út 153 og svo harkaði hann út sigur í leiknum. Elís og Sævar áttust svo við í síðustu umferðinni þar sem 180 vélin Elís hefði getað jafnað Sævar að stigum en Elís náði sér ekki á strik í leiknum og úrslitin því ljós.
Hér er hægt að sjá úrslit leikja.

Við þökkum öllum keppendum fyrir drengilega keppni og óskum Sævari til hamingju með sigurinn. Einnig þökkum við okkar styrktaraðilum fyrir stuðninginn.
Áfram PFK 🎯

Comments