top of page

Jólabikarliðamót PFK

þri., 19. nóv.

|

Kópavogur

Við verðum með jólabikarliðamót á þriðjudagskvöldum fyrir jól. Verðlaunafé fyrir sigurvegara er 30.000kr Skráning á pfk@pfk.is

Dagsetning og tími

19. nóv. 2024, 20:00 – 22:30

Kópavogur, Skálaheiði, 200 Kópavogur, Ísland

Um viðburðinn

Jólabikarliðamót PFK fer fram 12. nóvember til 17.desember.

Mótið stendur sex þriðjudagskvöld. Um er að ræða jólaliðakeppni en lið skipa hið minnsta tveir leikmenn en ekki er hámarksfjöldi á leikmenn hvers liðs. Öllum er heimilt að taka þátt. Mótið er gjaldfrjálst skráðum félagsmönnum í PFK (https://www.pfk.is/skraning-i-pfk) en fyrir aðra kostar þátttaka hvert kvöld 1.000 kr á mann. Hvert lið þarf að hafa skráðan liðsstjóra sem er ábyrgur fyrir þátttöku síns liðs. Leikmaður getur bara verið skráður í eitt lið hverju sinni. Skrá þarf lið fyrir kl. 13:00 fyrsta keppnisdag (12. nóv) en breytingar á liðum eru leyfðar til kl. 13:00 þann 26. nóvember. Húsið opnar kl. 19:30 hvert keppniskvöld og hefjast leikir kl. 20:00 stundvíslega. Ef lið mætir ekki til leiks á tilsettum tíma tapar það viðureigninni 4-0. Ef leikmaður mætir ekki til leiks í stakan leik tapar hann þeim leik sjálfkrafa en viðureignin telst ekki töpuð. Hvert lið spilar eina viðureign á kvöldi - sjá leikjafyrirkomulag hér að neðan. Hámarksfjöldi liða er 12 og lokar fyrir nýskráningu liða ef sá fjöldi næst. Keppt verður í riðlakeppni og útslætti í kjölfar riðla. Mótssjórn er í höndum stjórnar PFK sem áskilur sér rétt til breytinga ef þörf er á, s.s. ef fjöldi liða hittir þannig á að breyta þurfi leikjafjölda en slíkar breytingar yrðu gerðar í sem bestu samráði við liðsstjóra. Skráning fer fram með tölvupósti á pfk@pfk.is þar sem fram þarf að koma nafn liðs og leikmenn þess. Staðfestingargjald er 3.000 kr fyrir hvert lið (allir þurfa að greiða, líka PFK félagsmenn) og þarf að greiðast til að skráning liðs sé fullgild, leggist inn á kt: 420321-1980 rkn: 0133-26-002352.

Fyrirkomulag viðureigna:  best af 5 - 1 stig, 501 einmenningur, best af 5 - 1 stig, 501 einmenningur, best af 5 - 1 stig, 501 tvímenningur, best af 5 - 1 stig, 301 einmenningur, best af 5 - 1 stig 301 einmenningur, best af 5 - 1 stig 301 tvímenningur, best af 5 - 1 stig Fimman 501 einmenningur, legg fyrir legg, best af 9 -  2 stig

Verðlaunafé fyrir sigurvegara er 30.000 kr.

Deila viðburði

AUGLÝSING

bottom of page