top of page

PFK FRÉTTIR
Hér eru allar fréttir frá starfi PFK og af árangri félagsmanna í keppnum hérlendis og erlendis
Search


Taparar unnu 501 tvímening
Gunnlaugur og Sævar Þór 501 tvímenningur var spilaður fimmtudaginn 30. október. Sjö lið mættu til leiks og var spilað best af þremur alla leið. Spilað var í einum riðli og svo farið í átta liða útslátt. Mikil stemning var í húsi og baráttuhugur í mönnum enda mörg öflug lið mætt til leiks. Gunnlaugur og Sævar nefndu liðið sitt Taparar. Þeir byrjuðu ekki vel og töpuðu þremur leikjum í riðlinum. Gunnlaugur skipti um pílur fyrir útslátt og upp frá því spiluðu þeir eins og englar.
Oct 31


Gosarnir unnu 501 tvímenning
Þriðjudaginn 14. október var haldið pílumót í 501 tvímening. Átta pör mættu til leiks og spilað var í tveimum riðlum og svo farið í átta liða útslátt. Spilað var best af 5 alla leið. Sigurvegarar voru Gosarnir Ási og Bjarni. Þeir töpuðu ekki leik og unnu vel saman. Við viljum minna fólk á Kópavogsmótið í 501 tvímenning sem verður þriðjudaginn 4. nóv kl:19:30. Skráning er á abler, þar á líka að skrá með hverjum þið spilið.
Oct 31


Hlynur Nói vann unglingamót Pingpong.is & PFK
Unglingamót Pingpong.is & PFK var haldið laugardaginn 11. okt. Þrettán keppendur mættu til leiks og voru þeir dregnir í tvo riðla og svo var farið í 8 manna útslátt. Eftir langan dag var komið af úrslitaleik. Hlynur Nói gegn Ísaki Mána; tveir gríðarlega efnilegir. Mikið jafnræði var í leiknum og vann Hlynur í oddalegg 2-1. Í 3-4 sæti voru Tómas Orri og Adrían Breki. Til hamingju með sigurinn Hlynur Nói. Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið. Næsta
Oct 31
bottom of page