top of page

Atli Þór sigurvegari Pílumóts UMSK 2025

  • pfk111
  • Dec 31, 2025
  • 2 min read


Pílumót UMSK var haldið þriðjudaginn 30. desember 2024. Tuttugu og einn leikmaður mætti til leiks og var spilað 501 best af fimm í riðlum og 16 manna útslætti. Í átta og fjögurra manna var farið í best af sjö og í úrslitum var spilað besta af níu.

Riðlarnir voru mjög jafnir og nokkrir óvæntir sigrar þar.




Í útslættinum voru lætin rétt að byrja.

Kristján Sigurðsson vann Hlyn Nóa 3-1 í 16 manna, tók svo Ísak Mána 4-2 í 8 manna og Halla Eysteins 4-3 í undanúrslitum, þar sem Halli átti möguleika á að vinna í síðasta kastinu sínu en brást bogalistin og Kristján tók út 60 og kláraði leikinn.


Atli Þór Gunnarsson vann Kára Vagn 3-1 í 16 manna, vann svo Kolla 4-0 í 8 manna og Sævar Þór 4- 2 í undanúrslitum í hörkuleik.


Þannig að í úrslitum voru Kristján Sigurðsson og Atli Þór Gunnarsson.

Leikurinn var frábær og mjög jafn framan af. Atli Þór spilaði frábærlega í útslitaleiknum eins í öllum útslættinum. Hann var flesta leikina yrir 70 avg og var að spila á landsliðsgæðum. Atli

Þór vann Kristján 5-2 og er pílumeistari UMSK 2025.



Við óskum Atla til hamingu með sigurinn.


Við viljum þakka öllum sem tóku þátt og sérstaklega ungu og efnilegu leikmönnunum okkar. Við mælum með að fólk fylgist með þessum ungu leikmönnum; Atla Þór, Haraldi Björgvin, Kára Vagni, Sigurði Hermanni, Kolbeini, Ísaki Mána og Hlyni Nóa en þeir voru að gera góða hluti á mótinu og verður fróðlegt að fylgjast með þeim á næstu árum.

Við minnum á næstu mót og viðburði hjá okkur sem er að finna á Viðburðir PFK.


Svo þökkum við öllum fyrir frábært ár og óskum öllum velfarnaðar á nýju ári 🎉




 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page