top of page

Halli B og Kári Vagn Kópavogsmeistarar í 501 tvímenningi

  • pfk111
  • Nov 6, 2025
  • 1 min read

Kári Vagn og Halli B
Kári Vagn og Halli B

Kópavogsmótið í 501 tvímenningi fór fram þriðjudaginn 4. nóvember. Tíu pör tóku þátt í mótinu og var keppt í tveimur riðlum, svo var farið í 8 liða útslátt.

Leikir dagsins einkenndust af góðu andrúmslofti og frábærri spilamennsku, og má með sanni segja að stemningin hafi verið eins og best verður á kosið í pílusalnum. Mjög hátt skor var í mörgum leikjum og menn að taka út stórar tölur. Hæsta útskot átti Sigurður Tjörvason, útskot upp á 156.






Haraldur Björgvin og Atli Þór
Haraldur Björgvin og Atli Þór

Eftir spennandi riðlakeppni og hörkueinvígi í útsláttarkeppninni stóðu Halli B og Kári Vagn uppi sem sigurvegarar eftir að hafa lagt Halla Eysteins og Atla Þór af velli í úrslitaleiknum. Frábær leikur og mikil spenna var allann tímann, enda frábærir leikmenn hér á ferð.

Í þriðja til fjórða sæti voru annars vegar Sævar Þór og Gulli og hins vegar Arnar Sigurður og Siggi S.









 



Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna – næsta mót er rétt handan við hornið!


Bara smella á Viðburðir PFK til að sjá næstu mót.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page