top of page

Kristján Sig pílukastari ársins

  • pfk111
  • Dec 31, 2025
  • 1 min read

Kristján Sigurðsson – Pílukastari ársins 2025 hjá Pílufélagi Kópavogs.

Kristján hefur átt frábært ár í pílunni! Hann er fjórði á stigalista ÍPS 2025 í pílukasti, hann varð í 5. - 8. sæti á íslandsmótinu í 501 í bæði einmenningi og tvímenningi. Hann spilaði á færeyska opna í vor og varð hann í 3-4 sæti . Hann var í 3. - 4. sæti í úrvalsdeild ÍPS sem var sýnd á Sýn sport i vetur. Kristján var valinn sem varamaður í landsliðið fyrir landsliðsverkefni í Suður Kóreu sem haldið verður í haust. Kristján hefur sýnt það á árinu að hann sé kominn á toppinn í íslensku pílukasti.



Pílufélag Kópavogs óskar Kristjáni innilega til hamingju með árangurinn á árinu. Einnig hlökkum við til að fylgjast með honum á næsta ári.


Stjórn PFK

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page