top of page

Kári Vagn vann fyrstu umferð í Bull's deildinni

  • pfk111
  • Jan 14
  • 1 min read

Fyrst umferð af átta var spiluð fimmtudaginn 8. janúar. Tólf leikmenn mættu til leiks og var skipt niður í tvær deildir. Spilað var 501 best af 5 alla leið. Í fyrstu deild voru svo spiluð undanúrslit og úrslitaleikur.

Mörg 180 voru gerð og flott útskot flugu. Ási átti besta leikinn með 75 avg og besta legginn 16 pílna.





Kári Vagn sigraði 1. deild
Kári Vagn sigraði 1. deild

Hörkukeppni var í 1. deild. Ási, Siggi, Kári og Ísak Máni spiluðu rosalega vel en þeir fóru allir í undanúrslit. Kári vann Sigga þægilega 3-0 en Ási og Ísak fóru í odda og Ási vann 3-2 í frábærum leik, með 75,69 avg. Úrslitaleikur var þá Ási gegn Kára Vagni og vann Kári þann leik 3-1. Til hamingju Kári með sigurinn.





Ársæll sigraði 2. deild
Ársæll sigraði 2. deild

Jöfn keppni var í 2. deild og fóru margir leikir í odda. Að lokum var það Ársæll sem vann deildina, en hann tapaði ekki leik. Hlynur Nói lenti í öðru en hann tapaði gegn Áræli 2-3. Nýliðanir Adam og Birgir náðu í sína fyrstu sigra.





Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.

Næsta umferð fer fram fimmtudaginn 15. janúar.

Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl:19:30.





 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page