Kári Vagn vann fyrstu umferð í Bull's deildinni
- pfk111
- Jan 14
- 1 min read

Fyrst umferð af átta var spiluð fimmtudaginn 8. janúar. Tólf leikmenn mættu til leiks og var skipt niður í tvær deildir. Spilað var 501 best af 5 alla leið. Í fyrstu deild voru svo spiluð undanúrslit og úrslitaleikur.
Mörg 180 voru gerð og flott útskot flugu. Ási átti besta leikinn með 75 avg og besta legginn 16 pílna.

Hörkukeppni var í 1. deild. Ási, Siggi, Kári og Ísak Máni spiluðu rosalega vel en þeir fóru allir í undanúrslit. Kári vann Sigga þægilega 3-0 en Ási og Ísak fóru í odda og Ási vann 3-2 í frábærum leik, með 75,69 avg. Úrslitaleikur var þá Ási gegn Kára Vagni og vann Kári þann leik 3-1. Til hamingju Kári með sigurinn.

Jöfn keppni var í 2. deild og fóru margir leikir í odda. Að lokum var það Ársæll sem vann deildina, en hann tapaði ekki leik. Hlynur Nói lenti í öðru en hann tapaði gegn Áræli 2-3. Nýliðanir Adam og Birgir náðu í sína fyrstu sigra.
Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.
Næsta umferð fer fram fimmtudaginn 15. janúar.
Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl:19:30.



Comments