top of page

Pílunámskeið eldri borgara

  • pfk111
  • Dec 31, 2025
  • 1 min read
Jón Friðrik Ólafsson
Jón Friðrik Ólafsson

Við höfum haldið pílunámskeið fyrir eldri borgara í haust og vetur. Það hefur verið tvö pílunámskeið. Þau hafa verið á fimmtudögum kl 17:00 - 18:00. Alls hafa þetta verið 11 skipti vikulega. Það hafa verið miklar framfarir hjá einstaklingum og mikil gleði í hópnum.

Á síðustu æfingu var haldið létt mót seinni hluta tímans. Spilaður var beinn útsláttur, 301 beint inn og beint út, einn leggur. Einnig var spilaður forsetabikar fyrir þá sem duttu út í fyrri hluta móts. Hörkuleikir voru spilaðir og jafnt var oft á tíðum alla leið niður.

Í úrslitum spiluðu þeir Friðrik og Ólafur Þorkell og hafði Friðrik betur og fékk bikar með sér heim.

Í forseta bikarnum spilaði Björgvin við Má, og hafði Björgvin betur.



Nýtt

🎉Pílunámskeið í janúar og febrúar🎉

Um er að ræða átta skipta námskeið sem verður á fimmtudögum kl. 17:00–18:00 á tímabilinu 8. janúar- 26. febrúar. Plús opið hús verður á laugardögum 11:30-12:30 fyrir þá sem skráðir eru á námskeiðið og vilja koma og æfa sig án leiðbeinanda. En starfsmaður verður til að hjálpa við tölvur. Samtals 16 klukkustundir.




Öll aðstaða er til fyrirmyndar í íþróttahúsi Digranesi og við sköffum pílur og búnað.

Þátttökugjald er aðeins 20.000 kr.

Hægt er að skrá sig á námskeið hjá Félagi eldri borgara í Kópavogi, eða fara inn á heimasíðuna PFK.IS og borga gegnum abler. Einnig er hægt að senda okkur póst á pfk@pfk.is eða bara mæta í fyrsta tímann og skrá sig.



Við þökkum öllum fyrir þáttöku á síðustu tveimur pílunámskeiðum og hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári. Það er hægt að sjá dagskrá PFK 2026 á Viðburðir PFK





 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page