Pílunámskeið fyrir Konur
- pfk111
- 4 hours ago
- 1 min read

Við verðum með pílunámskeið fyrir konur þrjá daga í febrúar. Við byrjum miðvikudaginn 4. febrúar kl: 19:30.
Skoðað verður grip á pílunni og hvernig best er að standa. Sýnt verður hvernig kastið á að vera og öllum leiðbeint.
Farið yfir helstu æfingar og hvernig okkar bestu pílukastarar æfa sig.
Einnig er farið í hvaða keppnisleikir eru spilaðir hjá ÍPS (Íslenska pílukastsambandið).
Kennt verður á scoliakerfi og unnið með það.
Þjálfarar á námskeiðinu verða Ási Harðar og Kristján Sig
Skráning er með að senda póst á pfk@pfk.is og skrá sig.



Comments