top of page

Spenna í Shot deildinni

  • pfk111
  • Oct 6, 2025
  • 2 min read

Fimmta umferð í Shot deildinni var spiluð fimmtudaginn 2. okt. 16 keppendur mættu til leiks og var þeim skipt í tvær 8 manna deildir eftir stöðu í síðustu umferð.  

Helstu afrek kvöldsins voru að Halli B tók sex 180 og Ási þrjú. Ási átti hæsta útskotið upp á 141 og Kolli tók út 120. Þó nokkrir leggir á 15-16-17 pílum og Halli spilaði flesta leikina sína á rétt tæplega 80 avg.




Undanúrslit Halli vs Kolli 3-2,                      Undnaúrslti Ási vs Sævar 3-2,                    Úrslitaleikur Halli vs Ási 3-2
Undanúrslit Halli vs Kolli 3-2, Undnaúrslti Ási vs Sævar 3-2, Úrslitaleikur Halli vs Ási 3-2

Í fyrst deild voru öflugir leikmenn sem gáfu ekkert eftir. Til að vinna, þurftu leikmenn að spila yfir 70 avg eða meira. Mikil keppni var á milli manna og leikirnir margir í háspennu. Í lokaleik í riðlinum vinnur Kolli Sævar 3-2 og tryggir sig í undanúrslit á kostnað Atla Þórs, sem situr eftir í fimmta sæti. Undanúrslitin voru eins jöfn og þau geta verið, báðir leikir í odda og spenna fram á síðustu pílu. Kolli fékk dauðafæri til að senda Halla B heim. En lukkan var með Halla þennan daginn og hann vann 3-2. Ási og Sævar áttust við í hinum undanúrslitaleiknum. Þeir skiptust að vinna sína leiki og buðu upp á gott pílukast. Að lokum vann Ási gegn kasti oddalegginn og fór í úrslit gegn Halla. Ási byrjar betur úrslitaleikinn og vinnur fyrsta legg á 16 pílum. Næsta legg stelur Halli, en Ási var kominn í útskot og Halli með 200 eftir; 1-1. Halli vinnur næsta legg örugglega og er kominn með góða stöðu 2-1 og er með kastið. En Ási spilar vel og jafnar 2-2. Spennan er í hámarki í oddaleggnum. Ási spilar vel og er kominn í útskot á undan, en klikkar. Halli kemst í útskot og klikkar líka. Ási fær sénsinn og er í dauðafæri, en klikkar aftur og Halli lætur þetta ekki frá sér og setur í tvöfaldann og vinnur 3-2.

Halli B sigrar fimmtu umferð í Shot deildinni.



Í annari deild var spilaður einn riðil. Frábærir leikir voru spilaðir. Mikil spenna myndaðist fyrir síðustu umferð en fimm leikmenn hefðu getað unnið hana með sigri og hagstæðum úrslitum. Að lokum voru þeir Pétur og hinn sextugi Guðjón Dan efstir og jafnir. Þá var farið að skoða sigurhlutfall og hafði Pétur betur og vann deildina. Guðjón fer með honum upp í efstu deild.



Keppni innan Shot deildarinnar:


Hæsta avg í leik

  1. Halli B 81,97

  2. Halli B 80,7

  3. Halli B 79,6


Fæstar pílur í legg

  1. Ási 13

  2. Halli B 14

  3. Halli B 15


Hæstu útskot

  1. Atli Þór 167

  2. Kolbeinn 146

  3. Ási 141


Flest 180 á einu kvöldi

  1. Halli B 6

  2. Halli B 6

  3. Ási Harðar 5

  4. Ási Harðar 5


Hér fyrir neðan er stigataflan eftir fimm umferðir.

Stigatafla í Shot deildinni


Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.

Næsta umferð fer fram fimmtudaginn 9. Október.

Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl: 19:30.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page