top of page

Taparar unnu 501 tvímening

  • pfk111
  • 1 day ago
  • 1 min read
Gunnlaugur og Sævar Þór
Gunnlaugur og Sævar Þór


501 tvímenningur var spilaður fimmtudaginn 30. október. Sjö lið mættu til leiks og var spilað best af þremur alla leið. Spilað var í einum riðli og svo farið í átta liða útslátt.

Mikil stemning var í húsi og baráttuhugur í mönnum enda mörg öflug lið mætt til leiks.

Gunnlaugur og Sævar nefndu liðið sitt Taparar. Þeir byrjuðu ekki vel og töpuðu þremur leikjum í riðlinum. Gunnlaugur skipti um pílur fyrir útslátt og upp frá því spiluðu þeir eins og englar. Þeir unnu sterk lið í útslætti og að lokum hina ungu og efnilegu Atla og Harald E í úrslitaleik.


Til hamingju með sigurinn strákar.




Við viljum minna Kópavogsmótið í 501 tvímenning sem verður þriðjudaginn 4. nóv kl 19:30. Skráning er á abler og endilega tilkynna þar hver er samherji í liðinu.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page