top of page

Ási vinnur umferð í Shot deildinni

  • pfk111
  • Oct 15
  • 2 min read
ree

Sjötta umferð í Shot deildinni var spiluð fimmtudaginn 9. okt. 13 keppendur mættu til leiks og var þeim skipt í tvær deildir eftir stöðu í síðustu umferð.  Sjö manna deild í fyrstu deild og sex manna í annari deild.

Frábært kvöld var í Digranesi og spilaðir voru hörkuleikir. Margir voru að taka 180 og fjöldi leggja undir 20 pílum.








Undanúrslit: Ási vs Bjarki 3-1, Kolli vs Helgi 3-0.                                   Úrslitaleikur:  Ási vs Kolli 3-0
Undanúrslit: Ási vs Bjarki 3-1, Kolli vs Helgi 3-0. Úrslitaleikur: Ási vs Kolli 3-0

Ási vanna alla sína leiki og vann sína fyrstu umferð í Shot deildinni. Í öðru sæti var hinn efnilegi Kollbeinn, hann er að vaxa hratt og spilaði mjög vel. En í úrslitaleiknum spilaði

Ási frábærlega á 69 avg og sópaði Kolla út 3-0.





Undanúrslit Snæland vs Elvar 3-2, Kristinn vs Bragi 3-2        Úrslitaleikur Snæland vs Kristinn 3-0
Undanúrslit Snæland vs Elvar 3-2, Kristinn vs Bragi 3-2 Úrslitaleikur Snæland vs Kristinn 3-0

Mikil barátta var í annari deild. Elvar alltaf millimeter frá 180 skori, tók eflaust tugi 140 :) Undanúrslitin voru gífulega spennandi. Elvar lendir 0-2 undir og kemur til baka og jafnar 2-2 gegn Snæland. En í odda klikkar Elvar og Snæland stelur sigrinum 3-2. Hjá Kristni og Braga var líka hörku barátta, en Kristinn var búinn að spila vel allt mótið og vinnur 3-2. Kristinn fann sig hins vegar ekki í úrslitaleiknum og Snæland sópaði honum 3-0.


Keppni innan Shot deildarinnar:


Hæsta avg í leik

  1. Halli B 81,97

  2. Halli B 80,7

  3. Halli B 79,6


Fæstar pílur í legg

  1. Ási 13

  2. Halli B 14

  3. Halli B 15


Hæstu útskot

  1. Atli Þór 167

  2. Kolbeinn 146

  3. Ási 141


Flest 180 á einu kvöldi

  1. Halli B 6

  2. Halli B 6

  3. Ási Harðar 5

  4. Ási Harðar 5


Hér fyrir neðan er stigataflan eftir sex umferðir.

Stigatafla í Shot deildinni


Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.

Næsta umferð fer fram fimmtudaginn 16. Október.

Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl: 19:30.



 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page