top of page

Ási Kópavogsmeistari í Cricket

  • pfk111
  • Dec 5
  • 2 min read

ree



Kópavogsmótið í Cricket fór fram fimmtudaginn 27. nóvember. Átta leikmenn mættu til leiks, spilað var í riðlum og svo í átta manna útslætti.



Dregið var í tvo riðla, fjórir leikmenn í hverjum riðli og var spilað best af fimm alla keppnina. Mikil gleði var í Digranesi og skemmtu leikmenn sér vel. Öflugir leikmenn voru mættir til leiks og voru góð skor og há meðaltöl í mörgum leggjum og leikjum






ree

Í riðli eitt var hörkukeppni. Hinn 12 ára Ísak Máni spilaði á 2,5-3,5 avg og aðrir þurftu að spila betur til að vinna hann. Ása tókst það og náði fyrsta sætinu, Ísak í öðru, Kristinn í þriðja og Bragi í fjórða.



ree

Í riðli tvö var svipað uppi á teningnum. Hinn 12 ára Hlynur spilaði frábærlega og tók fyrsta sætið, Guðjón H í öðru, Siggi Þ í þriðja og Snæland í fjórða



ree


Útsláttur tók við í 8 manna úrslitum.


Úr 8 manna útslætti: Ási tekur Snæland 3-0 í skemmtilegum leik. Kristinn tekur Guðjón H 3-1. Hlynur vinnur Braga Jóns 3-0 og Ísak Máni vinnur Sigga Þ 3-2 í mjög jöfnum leik.


Undanúrslit vinnur Ási, Kristinn 3-1 og Ísak Máni, Hlyn í hnífjöfnum leik 3-2.





Úrslitaleikur var þá Ási gegn hinum 12 ára Ísaki Mána.

Ási byrjar að vinna fyrstu tvo leggina með 2,79 og 3,35 avg í mjög jöfnum leggjum. Ísak Máni jafnar með að vinna næstu tvo með 3,1 og 3,33 avg í hrikalega skemmtilegum leggjum. Þá var það oddi, staðan er 2-2. Ási byrjar betur og nær góðri forystu sem hann lét ekki af hendi og sigldi sigrinum heim á reynslunni. Til hamingju Ási með sigurinn. En líka til hamingju Ísak Máni með frábæra spilamensku en þeir spiluðu báðir úrslitaleikinn á 2,81 avg.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá tölfræðina úr úrslitaleiknum.


ree
ree
ree

ree


ree

ree

Við þökkum öllum leikmönnum fyrir þáttöku á mótinu og minnum á næstu mót og viðburði hjá okkur sem er að finna á Viðburðir PFK

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page