top of page

PFK FRÉTTIR
Hér eru allar fréttir frá starfi PFK og af árangri félagsmanna í keppnum hérlendis og erlendis
Search


Sævar Þór Kópavogsmeistari í GRAND PRIX
Kópavogsmótið í GRAND PRIX fór fram fimmtudaginn 14. nóvember. Sextán leikmenn mættu til leiks, spilað var í riðlum og svo í 16 manna útslætti. Dregið í fjóra riðla, fjórir leikmenn í hverjum riðli og var spilað best af fimm alla keppnina. Mikil gleði var í Digranesi og skemmtu leikmenn sér vel. Margir góðir leikmenn voru mættir til leiks og voru góð skor og há meðaltöl í mörgum leggjum og leikjum. A riðill var nokkuð jafn á pappírunum en í honum léku þeir Ísak, Snæland, Brag
Nov 18


Ísak Máni vann unglingamót Pingpong.is & PFK
Bjarki og Ísak Máni Unglingamót Pingpong.is & PFK var haldið laugardaginn 1. nóvember. Ellefu keppendur mættu til leiks og voru þeir dregnir í tvo riðla og svo var farið í 8 manna útslátt. Eftir frábæran dag var komið að úrslitaleik. Hlynur Nói gegn Ísaki Mána; tveir gríðarlega efnilegir. Frábær úrslitaleikur, þar sem Ísak Máni sýndi frábæra takta og vann 3-0. Ísak spilaði á 57 avg og átti frábæra leggi. Í 3.-4. sæti voru þeir Reynir og Ari. Einnig spiluðu Bjarki og Alexand
Nov 15


Halli B og Kári Vagn Kópavogsmeistarar í 501 tvímenningi
Kári Vagn og Halli B Kópavogsmótið í 501 tvímenningi fór fram þriðjudaginn 4. nóvember. Tíu pör tóku þátt í mótinu og var keppt í tveimur riðlum, svo var farið í 8 liða útslátt. Leikir dagsins einkenndust af góðu andrúmslofti og frábærri spilamennsku, og má með sanni segja að stemningin hafi verið eins og best verður á kosið í pílusalnum. Mjög hátt skor var í mörgum leikjum og menn að taka út stórar tölur. Hæsta útskot átti Sigurður Tjörvason, útskot upp á 156. Haraldur Björg
Nov 6
bottom of page