Atli Þór Kópvogsmeistari í 301
- pfk111
- Oct 6
- 2 min read

Kópavogsmótið í 301 tvöföldum inn, tvöföldum út fór fram þriðjudaginn 30. sept. 20 leikmenn mættu til leiks, spilað var í riðlum og svo í 16 manna útslætti.
Dregið í fjóra riðla, fimm leikmenn í hverjum og var spilað best af fimm að undanúrslitum, þá var best af sjö og úrslitaleikur best af níu. Mikil gleði var í Digranesi og skemmtu leikmenn sér vel. Margir gæða leikmenn voru að keppa og voru góð skor og há avg í leggjum/leikjum.

A riðill var nokkuð skemmtilegur. Kári var búinn að vinna alla leikina fyrir síðustu umferð. Þá fékk hann hinn efnilega Elvar Guðmunds, Elvar hafði tök á Kára og vann hann 3-1 í mjög skemmtilegum leik. Snæland spilaði mjög vel og tók fyrsta sætið.

B riðil var mjög jafn og allir gátu unnið alla. Að lokum var það hinn 16 ára Kolbeinn sem tók fyrsta sætið eftir að hafa unnið þrjá af fjórum leikjum í odda.

C riðill var tvískiptur. Hinir ungu Atli og Halli og svo eldriborgararnir Gulli, Siggi og Guðjón H. Smá spenna hér, en hinn áttræði Gulli fór í oddalegg við Halla og gaf Atla líka leik. En Halli sópaði Atli út 3-0 og þá tók Halli fyrsta sætið.

D riðill. Hörku þjálfara barátta um fyrsta sætið. Ási og Sævar áttust við og hafði Ási betur 3-1 í hörkuleik. Einar Kr gat svo breytt stöðunni í lokaleik, því hann var kominn í 2-0 gegn Ása og vantaði bara smá til að vinna 3-0 en Ási snéri leiknum við og vann 3-2. Ási vann riðilinn.

16 manna útsláttur fór að mestu eftir bókinni. Það var meiri barátta í 8 manna útslætti en allir leikirnir þar fóru samt 3-0.
Undanúrslit voru spennandi, Alex Máni var í hörkuleik við Atla Þór en Atli tók oddalegginn. Kári Vagn var með tak á Sævari og vann hann 4-1.
Úrslitaleikur var spennandi. Ungu drengirnir Atli og Kári skiptust á að vinna í hörkuleggjum. Oft munaði bara millimeter hvor ynni legginn en Atli spilaði vel allt mótið og sigraði Kára með góðri spilamensku 5-3.

Atli Þór er Kópavogsmeistari 301 dido 2025
sæti Kári Vagn
3.-4. sæti Sævar og Alex Máni
Sigurður Sverrisson er á myndinni, en hann tók við verðlaunum fyrir Alex Mána.
Við þökkum öllum sem mættu í mótið.
Næsta Kópavgosmót er 501 tvímenningur og fer fram þriðjudaginn 4. nóvember.
Húsið opnar kl. 19:00 og mótið byrjar kl. 19:30.



Comments