Atli Þór vann tíundu og síðustu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar
- pfk111
- Apr 2
- 1 min read

Tíunda og síðasta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 27. mars. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 17 leikmenn mættu til leiks og skipt var í fjóra riðla. Það voru margir frábærir leikir og þó nokkuð mörg 180 tekin. Einnig há útskot og nokkrir leggir undir 17 pílum. Eftir riðlana var farið í útslátt og byrjað í 16 manna útslætti.
Atli Þór vann sitt fyrsta mót í þessari tíundu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar.
Hér sjáum við riðlana

Elís er á eldi, spilar vel.

Hörkuleikir og hátt avg. Leggja munur hefur áhrif á sætin

Atli vinnur alla og tapar ekki legg.

Margir hörkuleikir og hátt avg í leikjum.
Hér er úrslitaleikurinn, til hamingju Atli og frábær síðasti leikur í Pingpong.is mótaröðinni.

Kári Vagn vann Pingpong.is mótaröðina.
Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.
Við þökkum öllum sem mættu, einnig okkar styrktaraðila Pingpong.is og hvetjum öll til kíkja þangað og kaupa píludót.
Við viljum minna fólk á Kópavogsmeistaramótið í 501 einm. sem verður fimmtudaginn 3. apríl. Húsið opnar 18:00 og við byrjum að spila kl 19:00.
Skráning er á abler, en einnig hægt að senda á okkur póst á pfk@pfk.is





Comments