top of page

Barna- og unglingamót PFK og Pingpong.is

  • pfk111
  • Sep 9, 2024
  • 1 min read

Annað barna- og unglingamót PFK og Pingpong.is þetta haustið fór fram í Digranesi sunnudaginn 8. september. Keppt var í barnaflokki og flokki unglinga.


ree

Í flokki barna öttu kappi þau Edda Sólborg og Viktor. Þau spiluðu 301 best af 5 (beint inn/beint út). Þau skiptust á að vinna leggi og svo fór að þurfti oddalegg til að skera úr um sigurinn. Að lokum hafði Viktor sigur 3-2 en margar flottar pílur flugu hjá þeim í leiknum.


Í unglingaflokki voru tíu leikmenn mættir til keppni og spiluðu þeir 501 best af 3 (beint inn/tvöfaldur út). Skipt var í tvo riðla og fjórir leikmenn fóru upp úr hvorum riðli. Anton Freyr og Eyþór unnu hvor sinn riðil nokkuð örugglega án þess að tapa legg en baráttan var hörð á öðrum vígstöðum. Úrslit riðla urðu raunar nánast þau sömu þar sem leikmaður í 2. sæti var með þrjá sigra en aðrir með einn sigur hver svo leggjahlutfall skar úr um niðurröðun sæta þrjú til fimm.


ree

Anton Freyr og Eyþór spiluðu vel allt mótið og fór svo að þeir áttust að lokum við í úrslitaleik mótsins og spiluðu þeir úrslitaleikinn best af 5. Úr varð hörkuleikur sem sjá má hér https://recap.dartconnect.com/matches/66dd9da709b6feed80ca3371


Það var því Eyþór sem vann annað unglingamót PFK og Pingpong.is þetta haustið, Anton Freyr varð í 2. sæti og þeir Hlynur Nói og Ísak Freyr deildu 3.-4. sætinu.


Við þökkum öllum keppendum fyrir daginn og hvetjum fólk til að skoða dagskrá haustsins á https://www.pfk.is/vidburdir en það er nóg framundan fyrir börn og unglinga hjá félaginu næstu mánuði.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page