Barna- og unglingamót PFK og Pingpong.is
- pfk111
- Aug 22, 2024
- 1 min read
Fyrsta barna- og unglingamót PFK og Pingpong.is þetta haustið fór fram í Digranesi sunnudaginn 18. ágúst. Keppt var í stúlknaflokki og flokki unglinga.

Í flokki stúlkna öttu kappi þær Alexandra, Elín Dögg og Edda Sólborg. Þær spiluðu 301 (beint inn/beint út) best af 3 í einum riðli. Svo fór að allar unnu þær einn leik hver en það var leggjahlutfall sem réði því að Elín Dögg tók 1. sætið, Alexandra varð í 2. sæti og Edda Sólborg tók 3. sætið
Í flokki unglinga kepptu átta drengir. Þeir spiluðu 501, best af 3 alla leið. Fyrst voru spilaðir riðlar og svo útsláttur í kjölfar riðla. Kári Vagn vann sinn riðil án þess að tapa legg en spennan var öllu meiri í hinum riðlinum þar sem þrír leikmenn enduðu jafnir með tvo sigra hver en það voru þeir Óðinn Hrafn, Þorbjörn Ingvi og Anton Freyr.

Hörku leikir fóru svo fram í 8-manna úrslitum þar sem Kári Vagn vann Ísak, Þorbjörn vann Kára Frey, Anton vann Bjarka og Óðinn Hrafn vann Óðinn Mána. Spennan var ekki minni í undanúrslitunum þar sem Kári Vagn hafði betur gegn Þorbirni og Óðinn Hrafn vann Anton. Það voru því Kári Vagn og Óðinn Hrafn sem spiluðu til úrslita að þessu sinni. Þar þurfti oddalegg til að skera úr um úrslit en Kári Vagn hafði að lokum betur 2-1 í hörkuspennandi leik. Kári Vagn er sigurvegari fyrsta unglingamóts haustins.
Við þökkum öllum keppendum fyrir daginn og hvetjum fólk til að skoða dagskrá haustsins á https://www.pfk.is/vidburdir en það er nóg framundan fyrir börn og unglinga hjá félaginu næstu mánuði.



Comments