top of page

Barna- og unglingamót Pingpong.is og PFK

  • pfk111
  • Nov 28, 2024
  • 1 min read

Updated: Dec 29, 2024

Föstudaginn 22. nóvember fór fram mót fyrir börn og unglinga í Digranesinu. Um var að ræða stakt mót fyrir yngri hópinn en unglingarnir spila sex vikna mótaröð á föstudögum í nóvember og desember.


ree

Sex börn voru mætt til leiks í yngri flokknum og spiluðu þau einn stóran riðil, fimm leiki á barn, spilaður 301 (beint inn/beint út) best af 1. Margir hörkuleikir voru spilaðir og gaman að sjá leikskilning yngstu iðkenda félagsins aukast með hverju mótinu. Það var hart barist um sigur í mótinu en svo fór að Edda Sólborg tók 1. sætið með fjórum sigrum, Elín Dögg 2. sætið með þremur sigrum og Hákon Torfi það 3. einnig með þremur sigrum.


ree

Samhliða barnamótinu spiluðu unglingarnir 3. umferð af sex í sinni mótaröð þar sem stig eru veitt fyrir árangur hverrar viku. Líkt og hjá yngstu keppendunum eru merkjanlegar bætingar með hverju mótinu hjá unglingunum og gaman að fylgjast með flottum leikjum hjá þeim. Unglingarnir spiluðu 501 (tvöfaldur út) best af 3 í einum riðli þar sem allir spiluðu einn leik á móti hver öðrum. Sex leikmenn kepptu að þessu sinni. Mikil spenna var fyrir síðustu umferð þar sem þeir Hlynur Nói og Ísak Máni mættust en þeir höfðu báðir unnið alla sína leiki og ljóst að um hreinan úrslitaleik væri að ræða. Svo fór að Ísak vann Hlyn og tryggði stöðu sína á toppi stigalistans að svo stöddu en það er nóg eftir af mótaröðinni.


Unglingamótaröðin er opin öllum ungmennum á aldrinum 12-18 ára.


 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page