Barna og unglingamót PKK og PINGPONG.IS 3. des
- pfk111
- Dec 3, 2023
- 1 min read
Barnaflokkur
Börnin byrjaðu og mættu 12 til leiks á aldrinum 6-11 ára. Við skiptum hópnum í drengjaflokk og stúlknaflokk. Stúlkunar spiluðu 301 beint inn og beint út í einum í einum riðli, best af einum. Drengirnir spiluðu 301 beint inn og beint úr, best af þremur.
Frábærir leikir voru spilaðir í dag.
Magnea Mist Sigurðardóttir varð sigurvegari stúlknaflokksins. Annað sæti var Sólveig Rafnsdóttir og þriðja sætið Edda Sólborg Sævarsdóttir.
Óskar Hrafn Harðarson vann drengjaflokkinn. Í öðru sæti varð Nadaníel Þór Guðleifsson og í þriðja sæti Halldór Arnarsson.
Unglingaflokkur
Hjá unglingum mættu 12 til leiks á aldrinum 10-17 ára. Spilað var 501, best af 5 alla leið. Það var spilað í tveimum riðilum, svo 8 mannaúrslit, undanúrslit og úrslitaleikur. Margir hörkuleikir fóru í oddalegg. Kári Vagn vann sinn riðil og Jóhann Gunnar sinn.
Kári vann svo Marel Högna Jóns í 8 mannúrslitum og Jóhanni Fróða í undanúrslitum. Jóhann Gunnar vann Óðinn Hrafn í 8 mannúrslætti og svo Ísak Eld í undanúrslitum.
Þá var úrslitaleikur á milli Kári Vagns og Jóhann Gunnars. Mikil keppni var milli þeirra og endaði leikurinn í odda legg. Þann legg vann Kári og varð því sigurvergari mótsins. Til hamingju Kári Vagn.
Jóhann Gunnar í öðru sæti. Ísak Eldur og Jóhann Fróði í 3-4 sæti.











































































































Comments