Barnamót PFK og Pingpong.is
- pfk111
- Feb 27, 2024
- 1 min read

Barnamót PFK og Pingpong.is var haldið sunnudaginn 25. febrúar. Stúlknaflokkur var spilaður fyrir hádegi en drengirnir áttu sviðið eftir hádegi.
Fjórar stúlkur voru mættar til leiks; þær Edda Sólborg, Elín Dögg, Fanney Björt og Íris Harpa og spiluðu þær 301, beint inn - beint út, best af 2 í einum riðli. Með því fyrirkomulagi gátu leikir farið jafntefli en mjótt var á munum í flestum leikjum og ljóst að pílurnar voru vel brýndar hjá stúlkunum.
Svo fór að Fanney Björt hafði sigur en hún hefur æft vel upp á síðkastið og er að bæta sig hratt. Öðru sæti deildu þær Edda Sólborg og Elín Dögg og Íris Harpa varð í þriðja sæti.

Í drengjaflokk mættu átta keppendur. Spilaðir voru tveir riðlar og útsláttur í kjölfarið. Drengirnir spiluðu 301, beint inn - tvöfaldur út, best af 2 í riðli og best af 3 í útslætti. Margir hörkuleikir voru spilaðir og lítið gefið eftir.
Úrslit urðu þau að Matti tók 1. sætið, Gunnar Egill 2. sætið og Nataniel og Baltasar deildu 3. sætinu.
Við þökkum Pingpong.is fyrir að gefa verðlaun í mótinu og þökkum
Emmessís sem bauð svo öllum keppendum upp á ís að móti loknu 🍦



Comments