top of page

Barnamót Pingpong.is & PFK

  • pfk111
  • Feb 1, 2024
  • 1 min read

Barnamót Pingpong.is og PFK var haldið sunnudaginn 28. des sl.


Stúlkurnar byrjuðu daginn að hita sig vel upp og svo spiluðu þær 301 beint inn, beint út. Vinna þurfti 2 leggi. Í úrslitaleik spiluðu þær Ragnheiður Ágústsdóttir og Edda Sólborg Sævarsdóttir. Vann Ragnheiður leikinn 2-0 og varð þar með fyrsti sigurvegari í Barnamóti Pingpong.is og PFK 2024 í stúlknaflokki.


Strákarnir hituð vel upp og voru klárir í slaginn kl 13:00. Spiluðu þeir 301 beint inn og tvöfaldur út. Þeir spiluðu í einum 5 manna riðli og voru spilaðir margir hörku leikir. Svo réðust úrslitin í síðustu umferð þegar Bjarki Rúnar Guðmundsson vann fjórða leikinn sinn og þar með alla sína leiki. Bjarki er því fyrsti sigurvegarinn í Barnamóti Pingpong.is & PFK í drengjaflokki árið 2024. Í öðru sæti varð Frosti Steinn Andrason og 3-5 sæti voru þeir Reynir Elí Kristinsson Eyland, Axel Orri Andrason og Nathaniel Þór Guðleifsson.


Við þökkum Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.


Næsta Barnamót Pingpong.is & PFK verður sunnudaginn 25. febrúar.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page