Barði vann fimmtu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar sem fór fram fimmtudaginn 22. febrúar
- pfk111
- Feb 26, 2024
- 2 min read

Fimmta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar fór fram fimmtudaginn 22. febrúar í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlýtur vegleg verðlaun frá Pingpong.is.
Alls voru 16 keppendur mættir til leiks og margir sterkir leikmenn sem freistuðu gæfunnar. Spilað var í fjórum riðlum, best af 5 alla leið og komust fjórir leikmenn upp úr hverjum riðli.
Í A-riðli voru Ingólfur, Ragnar Karl og unglingarnir Óðinn Logi og Árni Geir. Óðinn Logi vann alla sína leiki og vann riðilinn. Ingólfur í öðru, Ragnar í þriðja og Árni í fjórða
Í B-riðli vann Marco riðilinn. Bjarni Vals í öðru, Þórir S var í þriðja og Anton Freyr í fjórða. Marco hélt þar uppteknum hætti og spilaði frábærlega líkt og hann hefur gert síðustu misseri.
Í C-riðill voru Barði, Einar Ágúst, Hringur og aldursforsetinn Guðjón H. Hlöðversson. Einar Ágúst byrjaði á að vinna Barði í odda og vann svo riðillinn. Barði varð í öðru, Hringur í þriðja og Guðjón í fjórða.
Í D-riðli voru Lukasz, Ási, Helgi Freyr og Kári Vagn. Riðill byrjaði í hörku leik millli Lukaszar og Kára Vagns. Lukasz náði sigri í odda gegn Kára og líka gegn Ása. Lukasz vann riðillinn, Ási í öðru, Helgi Freyr í þriðja og Kári í fjórða.
Í 16-manna útslætti urðu úrslit eftirfarandi:
Ási 3-0 Árni Geir
Kári 3-2 Óðinn
Anton 0-3 Einar
Ragnar 0-3 Lukasz
Marco 3-0 Guðjón
Barði 3-0 Þórir
Helgi 2-3 Ingó
Bjarni 1-3 Hringur
Í 8 manna útslætti var hart barist og allir leikir mjög jafnir. Úrslit voru eftirfarandi:
Ási 3-0 Einar Ágúst
Barði 3-0 Lukasz
Kári 3-2 Hringur
Marco 3-0 Ingó
Undanúrslit:
Ási 3-1 Marco
Barði 3-1 Kári
Í úrslitum þriðju umferðar Pingpong.is mótaraðarinnar spiluðu tveir af betri spilurum í Kópavogi um þessar mundir, þeir Barði Halldórsson og Ásgrímur Harðarson. Barði hefur verið að bæta sig mikið eftir að hafa nánaðst keypt lagerinn upp af pingpong.is og er loksins kominn með mjög góðar pílur. Hann notar Shot pílur - Michael Smith 21 gramma. Þær fást hjá Pingpong.is. Ási er öflugur leikmaður sem hefur einnig mikið unnið með Michael Smith pílurnar.
Úrslit urðu þau að Barði vann Ása í jöfnum leik, 3-1. Ási byrjaði að vinna fyrsta legginn á 16 pílum. En svo voru þeir báðir í vandræðum með útskotin og Barði vann næstu 3 leggina á 32, 32 og 31 pílum. Barði vann því 5. umferðina í Pingpong.is mótaröðinni.
Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður spiluð fimmtudaginn 29. febrúar. Mótaröðin er opið öllum, þátttökugjald er ekkert fyrir skráða félagsmenn en 1.000 kr á kvöldi fyrir aðra.
Hér er fyrir neðan er hægt að sjá stigatöfluna með því að smella á linkinn. Ási Harðar leiðir Pingpong.is mótaröðina eftir að helmingur umferðarnar eru búnar.



Comments