top of page

Elín Helga Kópavogsmeistari stúlkna

Kópavogsmeistaramót í 301 stúlkna U11 fór fram þriðjudaginn 23. apríl. Fjórar stúlkur voru skráðar til leiks og var spilað í riðli með útslætti í kjölfarið. Spilað var best af 3 alla leið (beint inn og beint út) og áþreifanleg spenna í loftinu á þessu fyrsta Kópavogsmeistaramóti stúlkna.


Sterkur hópur stúlkna var mættur til leiks og voru margir jafnir leikir spilaðir í riðlinum. Svo fór að Elín Dögg tók efsta sæti riðilsins en leggjafjöldi skar úr um önnur sæti þar sem allt var í járnum.


Úrslit í undanúrslitum urðu svo eftirfarandi:

Elín Dögg 0-2 Alexandra

Fanney Björt 1-2 Elín Helga


Það voru því Elín Helga og Alexandra sem áttust við í úrslitum. Stúlkurnar byrjuðu báðar af krafti og lítið bar á milli en svo fór að Elín Helga vann fyrsta legginn með góðu útskoti. Annar leggur var einnig jafn og spennandi en Elín Helga var að kasta afar vel í úrslitaleiknum og fór svo að hún vann leikinn 2-0. Elín Helga er því Kópavogsmeistari stúlkna árið 2024 og jafnframt fyrsta stúlkan sem hreppir þann titil.




0 comments

AUGLÝSING

bottom of page