top of page

Elín og Óskar unnu pílumót PFK og PingPong.is

  • pfk111
  • Dec 19, 2023
  • 1 min read

Tíu börnin á aldrinum 6-11 ára mættu í pílumót PFK og PINGPONG.IS í dag.

Spilað var í bæði drengjaflokki og stúlknaflokki.

 

Stúlkunar spiluðu 301  beint inn og beint út í einum riðli, best af einum legg. 

Drengirnir spiluðu 301 beint inn og beint úr, best af þremur. Margir frábærir leikir voru spilaðir í dag.

 

Elín Dögg Baldursdóttir varð sigurvegari stúlknaflokksins. Í öðru sæti var Elín Helga Arnarsdóttir og í því þriðja Edda Sólborg Sævarsdóttir.

 

Óskar Hrafn Harðarson vann drengjaflokkinn. Í öðru sæti var Nadaníel Þór Guðleifsson og í þriðja sæti Gylfi Þór Harðarson.

 

Við óskum öllum keppendum til hamingju með sinn árangur.

Comments


AUGLÝSING

bottom of page