top of page

Elís Rúnar vann áttundu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar

  • pfk111
  • Mar 19
  • 2 min read



ree



Áttunda umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 13. mars. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 19 leikmenn mættu til leiks og skipt var í fjóra riðla. Það voru margir frábærir leikir og þónokkuð mörg 180 tekin. Eftir riðlana var farið í útslátt og byrjað í 16 manna útslætti.


Elís kom sá og sigraði áttundu umferðina í Pingpong.is mótaröðinni.




Leið Elís að úrslitaleik. Hann byrjar að vinna Gulla 3-1 og Braga 3-1 líka. Svo tapaði hann tveimum leikjum gegn Þóri 2-3 og Sigga T 1-3. Hann endar samt í öðru sæti í riðlinum á leggjamun. í 16 mannaútsætti fékk hann Ragnari og vinnur hann 3-0, svo tekur hann Ása 3-1 í 8 manna útslætti. Í undanúrslitum vann hann Sævar 3-0.


Leið Þórirs í úrslitaleik. Þórir var í sama riðli og Elís. Þórir byrjar að tapa gegn Sigga T 0-3 og aftur tapar hann og núna gegn Gulla 1-3. Svo vinnur hann Elís 3-2 og Braga 3-0. Þórir lendir samt í fjórða sæti í riðlinum á leggjamun og innbyrðisviðureign. Í 16 manna útslættinum fékk hann Guðjón H og vinnur 3-1 og tekur svo Kolbein 3-1 í átta mann útslætti. Í undanúrslitum fær hann Sigga T aftur, nær hefndum og vinnur 3-1.


Úrslitaleikur Elís gegn Þóri. Þórir byrjar betur og vinnur fyrstu tvo leggina nokkuð þægilega. Þriðja legginn var Þórir með leikinn í sínum höndum en nær ekki að taka út með pílur til þess. Þá hleypir hann Elís í útskot og Elís vinnur legginn og næstu tvo leggi í hörkuspennandi leggjum þar sem útskotin réðu úrslitum.

Til hamingju Elís með fyrsta sigurinn í mótum hjá okkur.


Við þökkum öllum sem mættu, einnig okkar styrktaraðila Pingpong.is og hvetjum öll að til kíka þangað og kaupa sér píludót.


Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 20. mars.

Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page