Fjórða umferð Pingpong.is mótaraðarinnar fór fram 8. febrúar
- pfk111
- Feb 9, 2024
- 2 min read

Fjórða umferð Pingpong.is mótaraðar fór fram fimmtudaginn 8. febrúar í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlýtur vegleg verðlaun frá Pingpong.is.
Alls voru 16 keppendur mættir til leiks og margir sterkir leikmenn sem freistuðu gæfunnar. Spilað var í fjórum riðlum, best af 5 alla leið og komust fjórir leikmenn upp úr hverjum riðli.
Í A-riðli voru flottir leikmenn. Marco vann alla sýna leiki og vann riðilinn, Hraunar lenti í öðru sæti, Bragi í þriðja og Þórir í fjórða.
Í B-riðli vann Kári Vagn riðilinn . Tómas Gauti í öðru, Gulli var í þriðja og Henrik fjórða. Kári er farinn að spila frábærlega.
C-riðill var mjög sterkur og byrjaði á hörkuleik milli Barða og Sævars. Barði vann 3-2 og endaði á að vinna riðilinn, Ási tók annað sætið, Sævar Þór þriðja og Lárus það fjórða.
Í D-riðli var einn af okkur efnilegustu spilurum, Sigurður Hermann. Siggi vann Einar Ágúst í fyrsta leik og endaði að vinna riðilinn aðra umferðina í röð. Hákon varð í öðru, Einar Ágúst í þriðja og Árni Geir í fjórða.
Í 16-manna útslætti urðu úrslit eftirfarandi:
Siggi 3-0 Þórir S
Bragi 1-3 Einar
Árni Geir 1-3 Marco
Hraunar 2-3 Hákon
Barði 3-0 Henrik
Ási 3-1 Gulli
Kári 3-1 Lárus
Tómas 2-3 Sævar
Í 8 manna útslætti var hart barist og allir leiki mjög jafnir. Úrslit voru eftirfarandi:
Ási 3-1 Siggi
Barði 3-0 Einar
Kári 2-3 Hákon
Marco 3-2 Sævar
Undanúrslit:
Barði 3-0 Hákon
Ási 1-3 Marco
Í úrslitum þriðju umferðar Pingpong.is mótaraðarinnar spiluðu tveir af betri spilurum PFK Barði Halldórsson og Marco Recenti. Barði var í öðru sæti í undankeppni úrvalsdeildar PKK 2023. Marco komst í 16 mannaúrslit í RIG og varð í öðru sæti í umferð 3 í Pingpong.is mótaröðinni.
Úrslit urðu þau að Barði vann Marco í jöfnum leik, 3-2. Gat sigurinn dottið báðum megin en útskotin voru ekki að detta og leikurinn fór ekki í sögubækurnar fyrir skemmtun. En Barði átti sigurinn skilið, hann spilaði mjög vel meiri hlutann af kvöldinu.
Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður spiluð fimmtudaginn 22. febrúar. Næsta fimmtudag verður vetrafrí hjá PFK. Mótaröðin er opið öllum, þátttökugjald er ekkert fyrir skráða félagsmenn en 1.000 kr á kvöldi fyrir aðra.



Comments