top of page

Fyrsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar fór fram 18. janúar

  • pfk111
  • Jan 19, 2024
  • 2 min read


Fyrsta umferð nýrrar Pingpong.is mótaraðar fór fram fimmtudaginn 18. janúar í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlýtur vegleg verðlaun frá Pingpong.is.


Alls voru 21 keppandi mættir til leiks og margir sterkir leikmenn sem freistuðu gæfunnar. Spilað var í fjórum riðlum, best af 5 alla leið og komust tveir leikmenn upp úr hverjum riðli.


Í A riðli, sem jafnframt var nefndur dauðariðill, fóru upp Halli Birgis (1) og Sævar (2). Í B riðli fóru upp Bragi (1) og Snæbjartur (2). Snæbjartur er 16 ára leikmaður í unglingaflokki PFK, hefur stundað æfingar vel síðustu vikur og er að bæta sig hratt. Í C riðli fóru upp Lukasz (1) og Ási Harðar (2). Í D riðli fóru upp Barði (1) og Halli Egils (2). D riðillinn var stærstur með sex leikmenn en Barði spilaði vel og vann alla sína leiki í riðlinum.


Í útslætti fóru fram hörkuleikir. Úrslit voru eftirfarandi:

Ási Harðar 3 - 1 Bragi

Sævar 3 - 1 Barði

Halli Egils 3 - 2 Halli Birgis

Lukasz 3 - 2 Snæbjartur


Undanúrslit:

Ási Harðar 3 -1 Sævar

Halli Egils 3 - 0 Lukasz


Það voru því tveir af heitustu pílukösturum landsins sem öttu kappi í úrslitaleik fyrstu umferðar Pingpong.is mótaraðarinnar. Ási Harðar sem vann síðustu Pingpong.is mótaröð PFK og hefur verið að kasta afar vel á nýju ári og Halli Egils sem hefur verið á miklu flugi síðustu misseri og vann meðal annars Úrvalsdeild Stöð 2 Sport. Þess má geta að báðir eru þeir gjaldgengir á Íslandsmót öldunga sem fer fram laugardaginn 20. janúar. Úrslit urðu þau að Ási Harðar vann Halla Egils örugglega 3 - 0.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður spiluð fimmtudaginn 25. janúar. Mótaröðin er opið öllum, þátttökugjald er ekkert fyrir skráða félagsmenn en 1.000 kr á kvöldi fyrir aðra.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page