Fyrsta umferð í Barna og unglingmóti Pingpong.is
- pfk111
- Jan 21
- 1 min read

Mikil gleði var í Íþróttahúsinu Digranesi fimmtudaginn 16. janúar þegar fyrsta umferð pílumóts barna og unglinga fór fram. Spilaðir verða 7 fimmtudagar í röð og gilda bestu 5 sem stiga. 16 einstaklingar mættu til leiks og voru átta í unglingflokknum og átta í barnaflokknum.
Í barnaflokknum var skipt í tvo riðla og spilað 301 beint inn og beint út. Svo var farið í átta manna útsláttur og svo fór að Gunnar Baldursson sigraði Ara Garðar Vilhelmsson í úrslitaleik. Til hamingju Gunnar.
Í unglingaflokki var spilað 501, skipt í tvo riðla og tveir efstu komust í undanúrslit. Margir góðir leikir voru spilaðir en að lokum var það Kári Vagn sem vann Ísak Mána í úrslitaleik. Til hamingju Kári.
Hægt er að smella á stigatöfluna til að skoða stig leikmanna.
Næsta umferð verður fimmtudaginn 23. jan. Húsið opnar 17:15 og við byrjum að spila kl 17:45.



Comments