top of page

Fyrsta umferð í Shot deildinni

  • pfk111
  • Sep 12
  • 1 min read
ree


Fyrsta umferð í Shot deildinni var spiluð fimmtudaginn 4. september. 17 leikmenn mættur til leiks og var skift niður í þrjár deildir. Í fystu deild voru sex leikmenn, einnig í annari en í þriðju deild voru 5 leikmenn.

Frábærir leikir voru spilaðir og nokkrir tóku 180. Einnig sáust nokkur tonn útskot.





ree

Mjög jöfn fyrsta deild. Nokkir hörkuleikir fóru í oddalegg. Fyrir undanúrslit var mikil spenna hverjir yrðu í top 4. Að lokum tók Kolbeinn fjórða sæti og Ási sat eftir.





Í undanútslitum spilaði Sævar gegn Kolla og fór leikurinn 3-1. Í hinum vann Helgi Elís 3-0. Í úrslitum voru þá,Sævar og Helgi. Sævar spilaði vel og vann 3-1.

Að lokum má segja að Sævar hafi unnið deilina sanngjart. Hann spilaði flesta leikina um 70 avg, sem sagt frábær spilamenska hjá honum.


ree

Hnífjafnt var í 2. deild og var hver leikur eiginlega úrslitaleikur. Að lokum í riðlinum náði Siggi Þ fjórða sætinu og fór í útsláttinn.



Í útslættinum spiluðu Kristinn gegn Sigga og Guðjón gegn Bjarka. Siggi tók Kristinn 1-3, og Bjarki vann Guðjón 3-0. í úrslitum spiluðu Siggi gegn Bjarka og vann Bjarki öruggan sigur 3-0.




ree

Í þriðju deild var spilað bara riðill. Bragi var sjóðandi heitur og vann alla sína leiki.







Hér fyrir neðan er stigataflan eftir tvær umferðir.

Stigatafla í Shot deildinni


Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.

Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 10. september.

Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl:19:30

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page