top of page

Fyrstu Íslandsmeistarar PFK

  • pfk111
  • May 14, 2024
  • 2 min read

Íslandsmót ungmenna var haldið laugardaginn 11. maí 2024.

Þar spiluðu 10 ungmenni frá Pílufélagi Kópavogs. Öll stóðu sig vel og tveir urðu meistarar í sínum flokkum. Þeir Kári Vagn Birkisson og Haraldur Björgvin Eysteinsson urðu fyrstu Íslandsmeistarar Pílufélags Kópavogs. Kári Vagn varð Íslandsmeistari U13 drengja og Haraldur Björgvin Íslandmeistari U18 drengja.



Úrslitaleikur U13 - Kári Vagn (PFK) gegn Axel James Wright (PG)


Kári byrjaði leikinn mjög vel og komst í 3-0. Hann vann fyrsta legginn á 23 pílum, annan legginn á 24 pílum með því að taka út 119 (19-T20-D20) og þriðja legginn á 26 pílum með því að taka út 52 á tveimum pílum.


Axel vann næsta legg örugglega á 24 pílum, en Kári steig upp og vann fimmta legginn á 23 pílum. Í þeim legg tók Kári 177 eða T20-T20-T19. Axel vann næsta legg frekar þægilega með 22 pílum og setti pressu á Kára með því að minnka muninn í 4-2.


Kári lét pressuna ekki á sig fá og vann sjöunda legginn og sigur 5-2, frábær spilamennska hjá honum. Kári spilaði úrslitaleikinn með 57,54 í meðalatal. Til hamingju Kári Vagn með að vera orðinn íslandsmeistari drengja U13.


Aðrir úr PFK stóðu sig líka vel í sínu fyrsta Íslandsmóti í U13:

  • Þorbjörn Óðinn lenti í 3.-4. sæti.

  • Hlynur Nói lenti í 5.-8. sæti.

  • Bjarki Rúnar lenti í 9.-16. sæti.


Vel gert strákar!


Úrslitaleikur U18 - Haraldur Björgvin (PFK) gegn Hinriki Erni


Þess má geta að þeir mættust í riðlinum og þar vann Haraldur 3 -0. Haraldur lenti í þriðja og Hinrik í fjórða sæti í riðlinum.

Haraldur byrjaði frábærlega og vann fyrstu þrjá leggina á 20, 30 og 27 pílum. Hinrik tók þá einn legg áður en Haraldur kláraði næstu tvo leggi á 25 og 27 pílum og leikinn 5-1.


Haraldur spilaði úrslitaleikinn með 56,11 í meðaltal og spilaði allt mótið með 58,18 sem er mjög vel gert. Til hamingju með að vera orðinn Íslandsmeistari drengja U18.


Aðrir úr PFK stóðu sig líka vel í sínu fyrsta íslandsmóti í U18:


  • Henrik Hugi Geirdal náði 3.-4. sæti.

  • Jóhann Gunnar Jóhannsons 5.-8. sæti.

  • Óðinn Logi Gunnarsson 9.-16. sæti.

  • Anton Freyr Hallgrímsson 9.-16. sæti.


Vel gert strákar!


Hjá Stúlknum U13 spilaði Elín Dögg Baldursdóttir til úrslita. Hún lenti í öðru sæti eftir að hafa spilað úrslitaleik við Aþenu Ósk sem hún tapaði 5-1.



Frábær árangur hjá okkar iðkendum á Íslandsmótinu 2024. Við mættum með 10 keppendur og fórum heim með tvo bikara og 3 verðlaunpeninga í Kópavoginn.


Hér er linkur á umfjöllun frá mótinu á ÍPS.

Svo er hér linkur á dartconnect þar sem hægt er að skoða einstaka leiki.


Áfram PFK, framtíðin er björt.


 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page