Fín frammistaða á Íslandsmóti félagsliða 2025
- pfk111
- Sep 5
- 3 min read

Spilað var um helgina á Íslandsmóti félagsliða. Byrjað var að spila á laugardegi 501 best af 7, beinan útslátt í tvímenningi og einmenning seinna sama dag. Á sunnudeginum var spiluð liðakeppni, en þar var spilað í riðlum og tvö lið upp úr riðlunum í útslátt.

Í 64 manna útslætti unnu Sævar og Elís 4-1 Edgar og Hadda Hann frá ÍSP.
Í 32 manna útsætti töpuðu Sævar og Elís 3-4 gegn Kristni og Guðjóni frá PFA. Ótrúlegt klúður hjá þeim en þeir voru komnir í 3-0 að spila vel en svo fer bara hittu þeir ekki tvöfaldan reit og Skagamennirnir tóku allt sitt vel út.

Í 64 manna útslætti:
Töpuðu Ási og Kolli 3-4 gegn Akureyringunum Vali og Árna í hörkuleik. Strákarnir þeir náðu sér ekki alveg á strik og klikkuðu á útskotunum í lokin.

Í 64 manna útslætti sátu Halli og Kári hjá.
Í 32 manna útslætti unnu þeir Alexander og Phil frá PFH 4-0.
í 16 manna útsætti unnu þeir Kristinn og Guðjón frá PFA 4-2.
í 8 manna útslætti töpuðu þeir gegn Atla Kolbeini og Guðjóni Hauks frá PG 2-4. Þeir voru óheppir að koma leiknum ekki í 3-3. En 5.-8. sæti var það í þetta skiptið.

Gulli og Pétur töpuðu 0-4 gegn Atla Kolbeini og Guðjóni Hauks frá PG. Þeir fengu mjög erfiðan fyrsta leik en þeir Atli og Guðjón unnu að lokum tvímenninginn.
Hér er linkur á úrslit út tvímenningum.
501 Einmenningur var næstur á dagskrá og spilað var best af 7 í beinum útslætti.
Í 128 mannaútslætti:
Elís vann Herbert frá PFS 4-0
Kolli vann Frey frá PFA 4-1
Kári vann Kristinn Geir frá ÍSP 4-2
Pétur vann Mike Reinhold frá PKS 4-1
Aðrir sátu hjá.
Í 64 mannaútslætti:
Ási tapaði 2-4 gegn Birni Steinari frá PG í hörkuleik. Ási fékk séns að setja leikinn í odda.
Elís vann Morten frá PG 4-3 í oddalegg. Frábært hjá Elís.
Pétur tapaði 2-4 gegn Almari Enok frá PFS. Mjög jafn leikur sem hefði getað endað báðum meginn.
Sævar vann Einar Gísla frá PKS 4-1. Sævar vann leikinn á reynslunni.
Kolli tapaði gegn Tona frá PR 0-4. Kolli átti erfiðan andstæðing.
Halli vann Phil frá PFH sannfærandi 4-0.
Gulli tapaði gegn Jón Oddi frá PKS 3-4 í hörkuleik þar sem báðir fengu pílur til að vinna.
Kári vann Davíð Kristjáns örugglega 4-0.
Í 32 mannaútslætti:
Elís vann Sigurð Elíasson frá PR 4-3. Elís vann í jöfnum leik.
Sævar tapaði 0-4 gegn Alexander frá PG. Sævar átti lítinn séns.
Halli tapaði 2-4 gegn Kolev frá PÞ. Halli klikkaði á tvöfaldum í tveimum köstum til að ná leiknum í odda, millimetraspursmál.
Kári tapaði 2-4 gegn Guðjóni Hauks frá PG. Kári komst í 2-0 og fékk tvo leggi til að vinna legg númer 3 en Guðjón var fljótur að refsa þegar útskotin hittu ekki hjá Kára.
Í 16 mannaútslætti:
Elís tapaði gegn Magnúsi frá PFS 1-4. Elís spilaði vel en vantaði aðeins upp til að gera meiri spennu úr þessum leik.
Hér er linkur á úrslit úr einmenninginum.
Á sunnudaginn var liðakeppni.


Á sunnudeginum var liðakeppni. Lið 1. tapaði öllum leikjunum, en lið 2. tapaði aðeins einum í sínum riðli og komst upp úr honum. Í 8 liða útslættinum fengu þeir Grindavík og töpuðu.
Frábær helgi að baki þar sem ungu leikmennirnir stóðu sig frábærlega. Kári, Kolli og Pétur eiga eftir að góða hluti í pílunni í vetur.
Við enduðum í fjórða sæti á Íslandsmóti félagsliða 2025.
Stigataflan í karladeild.

Ágætur árangur hjá okkur og við villjum þakka mótstjórum og stjórn ÍPS fyrir fràbært mót 🎯



Comments