Gull,silfur og Brons í mótum um helgina
- pfk111
- Sep 25, 2024
- 1 min read

Það var nóg um að vera um helgina hjá félagsmönnum PFK. Á laugadaginn var Dartung en þar vorum við með 10 keppendur af 22. Kári Vagn vann 9-13 ára drengja og Þorbjörn varð í 3.-4. sæti. Elín Dögg varð í öðru sæti í flokki 9-13 ára stúlkna.
Svo á sunnudaginn var Floridanadeildinn. Þar tóku 7 leikmenn PFK þátt. Halli B og Kristján tóku þátt í Kristaldeildinni þar sem Halli datt út í 8 manna en Kristján féll niður um deild. Haddi Hann hélt sér upp í gulldeildinni með sigri á Alex Mána í úrslitaleik um það. Bragi vann Silfurdeildina og verður í gull næst. Marco vann Bronsdeildina og Kári Vagn varð í öðru sæti í Kopardeildinn. Anton varð í sjötta sæti í Járndeildinni.

Hér er linkur á frétt frá Dartung
Hér er linkur á frétt frá Floridanadeildina
Frábær árangur og félagsmenn eru alltaf að verða betri og betri.
Áfram PFK



Comments