top of page

Halli Birgis sigraði sjöundu umferð í Pingpong.is mótaröðinni

  • pfk111
  • Mar 11, 2024
  • 1 min read













Sjöunda umferð Pingpong.is  mótaraðarinnar fór fram fimmtudaginn 7. mars í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlýtur vegleg verðlaun frá Pingpong.is.


Alls voru 12 keppendur mættir til leiks og margir sterkir leikmenn sem freistuðu gæfunnar. Spilað var í tveimum riðlum, best af 5 alla leið og komust fjórir leikmenn upp úr hverjum riðli.


Í A-riðli voru Frosti, Ási, Ingólfur, Halli B, Anton og Hraunar. Ási gaf Halla hörku leik, en að lokum vann Halli 3-2 og vann riðilinn. Hraunar tók annað sætið, Ási þriðja og Anton fjórða.


Í B-riðli voru Einar Ágúst, Þórir, Siggi T, Helgi Freyr, Jóhann Gunnar og Reynir. Jóhann Gunnar sem er mjög efnilegur leikmaður vann alla leikina sína, Einar Ágúst tók annað sætið, Helgi Freyr þriðja og Siggi T fjórða.


Í 8 manna útslætti voru hörku leikir. Úrslitin voru eftirfarandi.


Halli B 3-0 Siggi T

Einar 2-3 Ási

Jóhann 3-0 Anton

Hraunar 3-0 Helgi


Undanúrslit:


Halli B 3-0 Ási

Jóhann 3-1 Hraunar


Úrslit urðu þau að Halli B vann Jóhann 3-0. Halli byrjaði að vinna fyrsta legginn á 20 pílum og svo aftur 20 pílur. Hann endaði svo leikinn að taka 14 pílna legg. Halli B vann því 7. umferðina í Pingpong.is mótaröðinni.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður spiluð fimmtudaginn 14. mars. Mótaröðin er opið öllum, þátttökugjald er ekkert fyrir skráða félagsmenn en 1.000 kr á kvöldi fyrir aðra.


Hér er fyrir neðan er hægt að sjá stigatöfluna með því að smella á linkinn. Ási Harðar leiðir Pingpong.is mótaröðina þegar þrjár umferðir eru eftir.





 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page