top of page

Halli Birgis vinnur aðra umferð Pingpong.is mótaraðarinnar

  • pfk111
  • Jan 28
  • 1 min read

ree

Önnur umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 23. jan. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 16 leikmenn mættu til leiks og skipt var í 4 riðla. Það voru margir frábærir leikir, nokkur 180 og flott útskot tekin. Eftir riðlana var var farið í útslátt og byrjað í 16 manna útslátt.


Halli átti ekki í miklum vandræðum með riðilinn sinn. Hann tapaði einum legg og spilaði mjög vel. Í 16 manna úrslitum spilaði hann gegn Pétri Grétarssyni og vann 3-0. Svo fékk hann hinn 15 ára og mjög svo efnilega Kolbein Gest og vann hann 3-1. Í undanúrslitum þurfti Halli svo að taka á öllu sínu þegar hann mætti Ása Harðar í spennandi viðureign sem fór alla leið í odda. Eftir að Ási tók út 111 og jafnaði 2-2. Þá setti Halli í landsliðsgírinn og tók 12 pílna legg. Halli spilaði þennann leik á 83 avg.


Helgi Freyr vann sinn riðlil og vann svo Elvar Guðmundsson í 16 manna útslætti 3-0. Svo tók hann Sigurð E Þorsteinsson í átta manna útslætti 3-0. Þá var það undanúrslit gegn Sigurði Hermanni Tjörvarsson, sá leikur fór alla leið í odda og fékk Sigurður eina pílu til að taka sigurinn en klikkaði og Helgi Freyr kláraði dæmið og tryggði sig í úrslit.


Í úrslitaleik áttust þá við þeir Halli B og Helgi Freyr. Halli var í stuði og vann hann 3-0. Til hamingju Halli Birgis.


Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 30. jan. Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30.



 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page