Halli Eysteins, Snæland og Ársæll unnu 2. umferð Kópavogsdeildarinnar
- pfk111
- Apr 26
- 1 min read
Updated: 7 days ago

Önnur umferð Kópavogsdeildarinnar var haldin miðvikudaginn 23. apríl og mættu 23 keppendur til leiks. Alls var leikið í þremum deildum. 1. deild var níu manna, 2. deild var átta manna og 3. deild var sex manna. Mjög góð stemning var í Digranesinu þetta kvöld og skemmtu leikmenn sér frábærlega.

Hágæða leikir voru í efstu deild í þessari umferð. Ef þú ætlaðir að vinna leik, þá þarftu að spila vel yfir 60 avg. Keppnin var mikil og lítið bar á milli leikmanna svo þurfti að reikna leggjahlutfall til að skera úr um hverjir færu í undanúrslit. Í útslættinum steig Haraldur Eysteinsson upp og kláraði sitt prógramm 3-0 og umferðina með glæsibrag. Vel gert hjá Halla og til hamingju með sigurinn.

Í 2. deild voru æsispennandi leikir og mikil barátta um að komast í topp fjögur sætin.
Snæland lendir í þriðja sæti í riðlinum en kemur sjóðandi inn í útslátt og vinnur Sigga T í úrslitum deildina.

Mikil spenna var í 3. deild og leikir jafnir og spennandi. Það var nýliðinn Ársæll sem vann alla sína andstæðinga og þar með deildina með glæsibrag. Hinn 12 ára Ísak Máni tók annað sætið eftir hörkuleik við Ársæl um fyrsta sætið.
Hér má smella á Stigalista Kópavogsdeildarinnar.
Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 30. apríl klukkan 19:30 en húsið opnar kl. 19:00.
Allir félagsmenn velkomnir að mæta, skráning er á abler.io
Comments