Halli sjóðandi í Shot deildinni
- pfk111
- Sep 19
- 2 min read
Updated: Sep 25

Þriðja umferð í Shot deildinni var spiluð fimmtudaginn 18. sept. 17 keppendur mættu til leiks og var þeim raðað í þrjár deildir. Í 1. og 2. deild voru sex leikmenn og í 3. deild voru þeir fimm.
Helstu afrek kvöldsins voru að Halli tók sex 180 og bætt fyrra deildarmet um eitt tonn 80. Fleiri tóku 180 og hafa líklega sjaldan fleiri 180 flogið á einu kvöldi í Digranesinu. Kolbeinn átti hæsta útskotið upp á146 en nokkrar góðar úttektir yfir 100 flugu.

Frábærir leikir voru spilaðir í 1. deild. Mjög hátt meðaltal var í flestum leikjum. Halli og Ási spiluðu um sigurinn. Ási byrjaði vel og vann fyrsta legg á 18 pílum og kemst í 1-0. Halli jafnar 1-1 eftir að Ási klikkar á nokkrum dauðafærum til að komast í 2-0. Halli kemst í 2-1 með einu tonni 80 í leggnum. Ási jafnar 2-2 með 110 útskoti. Odda leggur mjög spennandi og auðvitað tekur Halli annað 180 í leiknum, en Ási svarar með 140. Halli stillir upp á D20 og Ási endar á 60. Halli tekur út D20 í annarri pílu og vinnur 3-2. Frábær leikur hjá öflugum leikmönnum.

Í 2. deild var mikil spenna. Margir sem ætluðu sér upp í efstu deild. Hinn spræki Guðjón Hlöðvarsson tók hinn 16 ára Kolbeim 3-0 í undanúrslitum og svo Braga 3-1 í úrslitum.

Margir skemmtilegir og jafnir leikir voru í 3. deild. Á endanum sigraði Pétur á leggjahlutfalli. Snæland tók 2. sætið og fara þeir báðir upp í 2. deild næst.
Hér fyrir neðan er stigataflan eftir þrjár umferðir.
Stigatafla í Shot deildinni
Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.
Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 24. september.
Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl:19:30



Comments