top of page

Haraldur Björgvin og Axel Orri Kópavogsmeistarar

Updated: Apr 23

Kópavogsmeistaramót í 501 unglinga U18 og 301 drengja U11, fór fram sunnudaginn 21. apríl. Sjö voru skráðir til leiks í unglingaflokki og fimm í drengjaflokki. Spilað var í riðlum og útslætti í kjölfarið. Hörkustemning var á þessu fyrsta Kópavogsmeistaramóti félagsins. Strákarnir skemmtu sér vel og spiluðu marga góða leiki.


Í drengjaflokki var jafnt á munum í riðli en spilað var best af 3 í riðli og upp úr en best af 5 í úrslitaleik. Svo fór að Axel Orri vann riðilinn á leggjahlutfalli fram yfir Hlyn Nóa. Einn leikur var svo spilaður um laust sæti í undanúrslitum þar sem Halldór Hrafn vann Baldur Breka.


Úrslit í undanúrslitum urðu svo eftirfarandi:

Axel Orri 2-1 Halldór Hrafn

Fannar Breki 2-0 Hlynur Nói


Axel Orri og Fannar Breki áttust svo við í gríðarlega spennandi úrslitaleik þar sem þeir skiptust á að vinna leggi allt fram í oddalegg. Í odda tók svo Axel Orri út tvöfaldan 6 og tryggði sér titilinn en hann er fyrsti Kópavogsmeistari drengja í 301 (SI/DO).




Í unglingaflokki var spilaður sjö manna riðill, best af 5 áður en haldið var í útslátt. Gríðarlega sterkur hópur unglinga var mættur til leiks og ljóst að allt var undir. Skemmst er frá því að segja að Haraldur Björgvin vann riðilinn án þess að tapa legg og sat því hjá í fyrstu umferð útsláttar.


Úrslit í 8 manna úrslitum urðu svohljóðandi:

Þorbjörn Óðinn 3-1 Anton Freyr

Óðinn Logi 2-3 Marel Haukur

Óskar Páll 3-0 Ísak Eldur

Haraldur Björgin sat hjá


Í undanúrslitum var spilað best af 7 og voru úrslit eftirfarandi:

Haraldur Björgvin 4-0 Þorbjörn Óðinn

Marel Haukur 1-4 Óskar Páll


Það voru því þeir Haraldur Björgvin og Óskar Páll sem spiluðu til úrslita. Spilað var best af 9 og fór úrslitaleikurinn vel af stað og leikar jafnir eftir tvo leggi. Þá setti Haraldur Björgvin í fluggírinn og vann að lokum leikinn 5-1. Haraldur er því fyrsti Kópavogsmeistari unglinga í 501 en hann spilaði ótrúlega vel allt mótið þar sem hann vann 27 leggi gegn aðeins einum taplegg. Óskar Páll varð í öðru sæti og Þorbjörn Óðinn í því þriðja.



Við þökkum öllum sem komu að mótinu fyrir frábæran dag í Digranesinu og óskum sigurvegurum til hamingju með titlana á þessu fyrsta meistaramóti barna og unglinga hjá Pílufélagi Kópavogs.

0 comments

AUGLÝSING

bottom of page