top of page

Helgi Freyr vinnur fyrstu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar

  • pfk111
  • Jan 21
  • 1 min read

ree



Pingpong.is mótaröðin byrjar að krafti á nýju ári. Spilað verður tíu fimmtudaga í röð og gildi bestu sex umferðir til stiga. 18 leikmenn mættu til leiks í fystu umferð fimmtudaginn 16. janúar. Dregið var í fjóra riðla og hörku leikir spilaðir í riðlunum.


Helgi Freyr vann sinn riðlil og vann svo Kára Vagn Birkirsson í 16 manna útslætti. Svo tók hann Marco Recenti í átta manna útslætti og síðan Sigurð Hermann Tjörvarsson í undanúrslitum.


Jóhann Gunnar Jóhannsson varð í öðru sæti í sínum riðli, þar sem Siggi T vann þann riðil. Jóhann vann svo Braga Jónsson í 16 manna útslættinum. Næst fékk hann Barða Halldórs í átta manna útslætti og vann hann í hörkuleik. Í undanúrslitum vann hann Þóri Sigvaldason og fékk þá Helga Frey í úrslitum.

Hörkurimma var á milli þeirra en endaði þannig að Helgi Freyr vann leikinn og þar með fyrstu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar.


Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 23. jan. Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page