Helgi Freyr vinnur sjöttu umferð Pingpong.is mótaraðarinnar
- pfk111
- Feb 27
- 1 min read

Sjötta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 20. feb. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 20 leikmenn mættu til leiks og skipt var í 4 riðla. Það voru margir frábærir leikir og nokkrir fóru í odda. Eftir riðlana var farið í útslátt og byrjað í 16 manna útslætti.
Helgi Freyr vann sinn riðlil og tapaði aðeins einum legg. Hann vann svo Kristinn Þór í 16 manna útslætti 3-0. Svo tók hann bróður sinn Hjalta 3-1 i í átta manna útslætti og síðan Pétur Grétars í undanúrslitum 3-1.
Ási lenti í öðru sæti í riðlinum, en hann tapaði 2-3 gegn Gylfa. Í 16. manna vann hann Braga 3-0 og svo einn 14 ára mjög efnilegan Lárus Eysteinsson 3-0. Svo tók hann bróður hans Halla Eysteins í undanúrslitum 3-1 í hörkuleik.
Í úrslitum var Helgi Freyr mun betri og vann 3-0.
Hér er útslátturinn.

Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.
Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 27. feb. Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30.



Comments