top of page

Jóhann Gunnar kom, sá og sigraði fimmtu umferð í unglingamótaröð Pingpong.is og PFK

  • pfk111
  • Mar 19, 2024
  • 1 min read

Fimmta umferð unglingamótaraðar Pingpong.is og PFK fór fram föstudaginn 15. mars. Mótaröðin er spiluð annan hvern föstudag í aðstöðu PFK í Digranesi og verður alls sex sinnum þar sem fjórar bestu umferðir telja til stiga. Pingpong.is veitir verðlaun stigameistara að mótaröð lokinni.


Tíu unglingar mættu til leiks í 4. umferð og var spilað í riðlum með útslætti í kjölfar riðla. Frábærir leikir voru í riðlunum og var gaman að fylgjast með framförum þessara efnilegu leikmanna.



Úrslit í 8 manna úrslitum voru eftirfarandi:


Anton 0-3 Kári Vagn

Bjarki 0-3 Jóhann Gunnar

Frosti 0-3 Jóhann Fróði

Sigurður Hermann 3-2 Óðinn Logi


Tveir hörkuleikir voru svo spilaðir í undanúrslitum þar sem úrslit voru svo hljóðandi:


Kári Vagn 2-3 Jóhann Gunnar

Jóhann Fróði 3-2 Sigurður Hermann


Jóhann Gunnar vann svo úrslitaleikinn 3-0 gegn Jóhanni Fróða. Jóhann Gunnar spilaði mjög vel allt mótið og átti skilið sigurinn.



Sjötta umferð Unglingamótaraðarinnar verður föstudaginn 22 mars.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page