top of page

Klassaleikmenn í Shot deildinni

  • pfk111
  • Sep 29, 2025
  • 2 min read

Updated: Oct 6, 2025

Fjórða umferð í Shot deildinni var spiluð miðvikudaginn 24. sept. 18 keppendur mættu til leiks og var þeim raðað í þrjár deildir, sex leikmenn í hverri deild.  

Helstu afrek kvöldsins voru að Halli B tók leik með 81.97 avg og að Atli Þór átti hæsta útskotið upp á 167. Bæði eru það met í Shot deildinni þessa leiktíð. Ási tók fimm 180 og Halli var með 14 pílnalegg.



Halli B sigraði 1. deild
Halli B sigraði 1. deild

Mikil spenna var í efstu deild. Allir ætluðu sér sigur í kvöld og fóru nokkrir háspennu leikir í odda. Mikil gæði voru og ef þú ætlaðir að vinna leik, þá þyrftir þú að spila yfir 70 - jafnvel 80 avg.

Í riðlinum vann Halli B Sævar með 81.99 avg en tapaði svo óvænt fyrir Ása 2-3 í lokaleik í riðlinum. Atli Þór vann Ása í lokalegg með útskot upp á 167. Á endanum voru þeir þrír Atli, Ási og Halli jafnir í 1.-3. sæti og var sigurhlutfall sem réði sætaskipan í útsláttinn.


Í undanúrsláttnum var það Halli Bsem vann Sævar 3-1 í alvöru leik og Atli Þór sópaði Ása út 3-0. Úrslitaleikurinn var mjög skemmtilegur og hinn 19 ára Atli Þór byrjaði vel og komst yfir 1-0. Halli jafnar strax 1-1, Atli tekur næsta legg og hefur tvo leggi til að vinna kvöldið, en þá setur Halli í fluggírinn og vinnur næstu tvo leggi og leikinn 2-3.

Til hamingju Halli B.



Kolbeinn Gestur sigraði 2. deild
Kolbeinn Gestur sigraði 2. deild

Önnur deildin er orðinn hörkudeild og ætluðu sér allir leikmenn að komast í útsláttinn og upp um deild. Margir mjög jafnir leikir og pressa á hverri pílu í flestum leikjum. Frábær úrslitaleikur þar sem hinn ungi Kolbeinn Gestur vann Elís 3-2. Þeir fara báðir upp í efstu deild.





Maggi Bö sigraði 3. deild
Maggi Bö sigraði 3. deild

Maggi Bö kom, sá og sigraði í 3. deild Shot deildarinnar. Margir góðir leikmenn voru í 3. deild þessa vikuna og nokkrir jafnir leikir sem fóru í oddalegg. Björn Birgis fór með Magga upp í 2. deild.




Keppni innan Shot deildarinnar:


Hæsta avg í leik

  1. Halli B 81,97

  2. Halli B 80,7


Fæstar pílur í legg

  1. Ási 13

  2. Halli B 14

  3. Halli B 15


Hæstu útskot

  1. Atli Þór 167

  2. Kolbeinn 146


Flest 180 á einu kvöldi

  1. Halli B 6

  2. Ási Harðar 5

  3. Ási Harðar 5


Hér fyrir neðan er stigataflan eftir fjórar umferðir.

Stigatafla í Shot deildinni


Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.

Næsta umferð fer fram fimmtudaginn 2. Októbet

Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl:19:30

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page