Kristján ráðinn þjálfari PFK
- pfk111
- Jul 9, 2025
- 1 min read

Kristján Sigurðsson skrifaði í gær undir 12 mánaða þjálfarasamning við PFK.
Kristján hefur mikla reynslu sem leikmaður og einnig sem þjálfari en hann var landsliðsþjálfari karla- og kvennaliðs Íslands á árunum 2023 og 2024.
Kristján hefur síðustu misseri sótt sér þjálfaramenntun til Bretlands og er nú með PDPA level 1 þjálfaragráðu (The Professional Darts Players Association).
Kristján er fyrstur Íslendinga til að ná sér í slíka þjálfaramenntun í pílukasti.
Kristján mun koma inn sem sérstakur afreks- og hópa þjálfari. Einnig verður hann í góðum hópi þjálfara með barna- og unglingastarf félagsins.
Fyrsta verkefnið sem Kristján tekur að sér er að velja hóp leikmanna fyrir Íslandsmót félagsliða sem fer fram 30.-31. ágúst. Valdir verða átta karlar og fjórar konur auk tveggja karla til vara og einnar konu. Æfingar fyrir Íslandsmót hefjast í júlí og verða haldnar nokkrar æfingar fyrir mót.

Hér eru Sævar Þór formaður og Kristján að handsala samning eftir undirskrift eins árs samnings við Kristján.
Við viljum minna fólk á að barna- og unglingastarfið er í fullum gangi í sumar á þriðjudögum og opið hús á þriðjudagskvöldum. Við viljum líka minna fólk á styrktarmót Kára Vagns sem er á morgun fimmtudaginn 10. júlí og hefst keppni kl 18:00.
Öll velkomin 🎯



Comments