top of page

Kristján Sig vann Haustmótaröð Pingpong.is

  • pfk111
  • Nov 14, 2024
  • 1 min read

ree

Kristján vann sjötta og síðasta mót Haustmótaraðar Pingpong.is. 24 keppendur kepptu í mótaröðinni og mikil barátta var í öllum mótunum og fram í síðasta leik í sjöttu umferð. Þá spiluðu Kristján og Jón Bjarmi upp á bæði fyrsta sætið í umferðinni og hreinan úrslitaleik um sigurinn í mótaröðinni allri. Skemmst er frá því að segja að Kristján vann leikinn 3-0 en báðir leikmenn hafa spilað frábærlega allt mótið.


Við óskum Kristjáni til hamingju með sigurinn. Eins þökkum við Pingpong.is fyrir stuðninginn og þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir gæðastundirnar.


Hér er linkur inn á stigatöflu Haustmótaraðarinnar.



 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page