top of page

Kristján Sigurðsson gerir tveggja ára samning við PFK.

  • pfk111
  • Nov 8, 2024
  • 1 min read

ree

Mikil gleði var í Digranesinu í gærkvöldi þegar Kristján skrifaði undir rúmlega tveggja ára samning við Pílufélag Kópavogs.

Kristján hefur vaxið mjög í herbúðum PFK síðustu misseri og hefur náð góðum árangri í keppnum. Hann komst í landsliðið í ár og hefur verið landsliðsmaður í báðum verkefnum ársins auk þess að hafa fest sig í sessi í efstu deildum Floridanadeildarinnar. Hann keppir þessa dagana í Úrvalsdeildinni sem sýnd er á Stöð 2 sport og komst í úrslit á fyrsta kvöldinu sínu þar en hann verður aftur á stóra sviðinu um helgina á Bullseye og skjám landsmanna.


Pílufélag Kópavogs óskar Kristjáni til hamingju með samninginn og hlakkar til samstarfs komandi ára auk þess að óska honum góðs gengis í Úrvalsdeildinni um helgina.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page