Kári Vagn hefur leik í dag
- pfk111
- Jul 11, 2024
- 1 min read

U18 landslið Íslands er statt í Riga þar sem það keppir á WDF Europe Cup Youth sem fer fram dagana 10.-13. júlí. Um er að ræða Evrópumót ungmennalandsliða og verður spilað í bæði ein- og tvímenningi. Kári Vagn verður í eldlínunni næstu daga og hefur keppni í dag (11. júlí). Hann hefur æft vel síðustu misseri og verður spennandi að sjá hann etja kappi við marga af bestu leikmönnum Evrópu í aldursflokknum. Hægt er að fylgjast með framvindu leikja á slóðinni https://tv.dartconnect.com/event/eurocupyouth24
Við óskum Kára og landsliðinu góðs gengis á mótinu.



Comments