Kári Vagn var magnaður og vann þriðju umferð Pingpong.is mótaraðarinnar
- pfk111
- Feb 5
- 2 min read

Þriðja umferð Pingpong.is mótaraðarinnar var spiluð fimmtudaginn 30. jan. Spilað var 501 best af 5 alla leið. 16 leikmenn mættu til leiks og skipt var í 4 riðla. Það voru margir frábærir leikir, nokkur 180 og hæsta útskot átti Ási Harðar 164. Eftir riðlana var var farið í útslátt og byrjað í 16 manna útslætti.
Leið Kára Vagns í úrslitaleikinn: Kári vinnur sinn riðil án þess að tapa legg. Hann vinnur Jón Bjarka, Elís Rúnar og Ragnar Karl alla 3 - 0 og var að kasta rosalega vel. Í 16 manna vinnur hann Braga Jóns 3-0 og loksins í 8 manna úrslitum þurfti Kári að hafa fyrir hlutunum þegar hann fékk Atla Þór en Kári vann Atla 3-2 í hörkuleik. Í undanúrslitum fékk hann Helga Frey en Kári fór létt með hann 3-0.
Leið Ása í úrslitaleikinn: Ási spilaði hrikalega vel og byrjaði að vinna Sigga Þorsteins 3-0. En í einum legg átti Ási 181 eftir og fékk áskorun frá Sigga að sprengja sig eftir að hafa verið kominn með tvær í T20 og auðvitað gerði hann það og sprengdi sig með rándýru 180. Næst spilaði Ási gegn Helga Frey og það var hörkuleikur sem Ási vann 3-2. Þá var það úrslitaleikur í riðlinum og þá mættust Ási og Atli Þór og var það frábær leikur sem Ási vann 3-1.
Í úrslitaleik áttust þá við þeir Kári Vagn og Ási Harðar. Kári Vagn mætti einbeittur til leiks og vann hann 3-1 í mjög jöfnum leik. Til hamingju Kári Vagn.
Hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá hana.
Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður fimmtudaginn 6. feb. Húsið opnar 19:00 og við byrjum að spila kl 19:30.



Comments