top of page

Kópavogsmeistaramót barna og unglinga 2025

  • pfk111
  • 10 hours ago
  • 1 min read

Mikil eftirvænting var í Digranesi þegar Kópavogsmeistaramót barna og unglinga var haldið fimmtudaginn 15. maí. Það var spilað í tveimum leikjum; 301 beint inn/beint út og 501 tvöfaldur út. Fimm keppendur tóku þátt í 301 mótinu og 10 keppendur í 501 mótinu.


Í 301 var spilað best af 3 í einum riðli. Mikil spenna var í flestum viðureignum og leikir jafnir og skemmtilegir. Eftir 90 mínútur af skemmtun voru úrslitin ljós. Elín Dögg vann og er Kópavogsmeistari ungmenna í 301 (beint inn/beint út). Í 2. sæti varð Gunnar Emil og í 3. til 5. sæti voru þau Bjarki Þór, Edda Sólborg og Eyþór Atli.


Í 501 var spilað best af 3 upp í úrslitaleik og þá var best af 5. Skipt var í tvo riðla og voru fimm í hvorum riðli en fjórir komust áfram upp í útsláttinn. Margir hörku leikmenn eru í félaginu og mikil uppbygging átt sér stað síðustu misseri. Eftir 120 mínútur af úrvals pílukasti voru úrslitin ljós. Ísak Máni vann Frosta Stein í úrslitaleik og er Kópavogsmeistari ungmenna í 501. Axel Orri og Hlynur Nói urðu í 3.-4. sæti.




Við þökkum öllum keppendum fyrir skemmtilegt mót og óskum sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Einnig þökkum við okkar styrktaraðilum fyrir stuðninginn.

Áfram PFK 🎯

 
 
 

Comentarios


AUGLÝSING

bottom of page